Fótbolti

Selbit á æfingu strákanna í Þorlákshöfn | Myndasyrpa

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Það var létt yfir strákunum okkar í íslenska fótboltalandsliðinu á æfingu í Þorlákshöfn í morgun þar sem krakkar í bænum máttu heilsa upp á hetjurnar og fá áritanir.

Liðið undirbýr sig nú fyrir vináttulandsleikinn gegn Eistlandi sem fram fer á miðvikudagskvöldið klukkan 19.15 en það er síðasti æfingaleikur ársins áður en undankeppni EM hefst í haust.

Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, æfði með liðinu í dag í fjarveru GunnleifsGunnleifssonar og ÖgmundarKristinssonar en báðir eiga leiki með sínum liðum í Pepsi-deildinni í kvöld.

Eins og sjá má á myndunum hér að ofan og neðan voru strákarnir í því að gefa hvorum öðrum selbit í eyru á æfingunni en sem fyrr segir voru menn léttir á því í Þorlákshöfn.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Þorlákshöfn í morgun og tók myndirnar sem sjá má hér að ofan.

Theodór Elmar fær selbit.Vísir/Daníel
Elmar fær að kenna á því.Vísir/Daníel
Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali.Vísir/Daníel
Lars fylgist með í hvítum sokkum.Vísir/Daníel
Krakkarnir í Þorlákshöfn voru spenntir.Vísir/Daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×