Nýtt stýrikerfi Apple getur gagnast sykursjúkum Randver Kári Randversson skrifar 3. júní 2014 12:15 Frá kynningu nýja stýrikerfisins í San Francisco í gær. Mynd/AFP Apple kynnti í gær nýjar útgáfur af stýrikerfunum iOS, fyrir iPhone, og OS X, fyrir tölvur fyrirtækisins. Með iOS 8 og OS X Yosemite, sem væntanleg eru í haust, verður hægt að framkvæma enn fleiri aðgerðir í Mac-tölvu, eða iPad, með iPhone-síma. Sigurður Helgi Ellertsson hjá Macland telur stærstu breytinguna felast í því að iPhone-síminn og Apple tölvur vinna nú enn betur saman en áður hefur verið. Þá munu notendur geta tekið á móti símtölum og sent smáskilaboð úr tölvunni sinni í android-síma, sem hingað til hefur aðeins verið mögulegt ef hinn aðilinn er líka Apple notandi. Af þeim nýju forritum sem iOS 8 býður upp á má helst nefna heilsuappið Health, en það mælir lífsmörk notenda s.s. blópþrýsting og púls, og getur sent þær upplýsingar með sjálfvirkum hætti til læknis viðkomandi notanda. Einnig getur appið gagnast sykursjúkum, en með hjálp sérstaks aukabúnaðar getur það mælt blóðsykur notandans og safnað upplýsingum um blóðsykurssveiflur. Eins og fjallað var um á Vísi í gær verður iPhone 4s elsta útgáfan af iPhone sem mun styðja nýja stýrikerfið. Sigurður telur það vera eðlilegt þegar um slíkar uppfærslur á hugbúnaði er að ræða og í takt við þróunina hjá Apple. Til að mynda hafi iPhone 3GS ekki getað keyrt iOS 7, sem er sú útgáfa stýrikerfisins sem nú er á markaði. Eldri útgáfur hafi einfaldlega ekki vélbúnað til að geta keyrt þennan nýja hugbúnað. Ennfremur segir Sigurður margt benda til að ný útgáfa af iPhone verði kynnt í haust, sem muni notast við iOS 8, en það hljóta að teljast gleðitíðindi fyrir aðdáendur iPhone. Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Apple kynnti í gær nýjar útgáfur af stýrikerfunum iOS, fyrir iPhone, og OS X, fyrir tölvur fyrirtækisins. Með iOS 8 og OS X Yosemite, sem væntanleg eru í haust, verður hægt að framkvæma enn fleiri aðgerðir í Mac-tölvu, eða iPad, með iPhone-síma. Sigurður Helgi Ellertsson hjá Macland telur stærstu breytinguna felast í því að iPhone-síminn og Apple tölvur vinna nú enn betur saman en áður hefur verið. Þá munu notendur geta tekið á móti símtölum og sent smáskilaboð úr tölvunni sinni í android-síma, sem hingað til hefur aðeins verið mögulegt ef hinn aðilinn er líka Apple notandi. Af þeim nýju forritum sem iOS 8 býður upp á má helst nefna heilsuappið Health, en það mælir lífsmörk notenda s.s. blópþrýsting og púls, og getur sent þær upplýsingar með sjálfvirkum hætti til læknis viðkomandi notanda. Einnig getur appið gagnast sykursjúkum, en með hjálp sérstaks aukabúnaðar getur það mælt blóðsykur notandans og safnað upplýsingum um blóðsykurssveiflur. Eins og fjallað var um á Vísi í gær verður iPhone 4s elsta útgáfan af iPhone sem mun styðja nýja stýrikerfið. Sigurður telur það vera eðlilegt þegar um slíkar uppfærslur á hugbúnaði er að ræða og í takt við þróunina hjá Apple. Til að mynda hafi iPhone 3GS ekki getað keyrt iOS 7, sem er sú útgáfa stýrikerfisins sem nú er á markaði. Eldri útgáfur hafi einfaldlega ekki vélbúnað til að geta keyrt þennan nýja hugbúnað. Ennfremur segir Sigurður margt benda til að ný útgáfa af iPhone verði kynnt í haust, sem muni notast við iOS 8, en það hljóta að teljast gleðitíðindi fyrir aðdáendur iPhone.
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira