Veiði

Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum

Karl Lúðvíksson skrifar
Fyrstu laxar sumarsins komu á land í morgun í Norðurá og Blöndu en nokkuð af laxi virðist vera á stöðunum neðan Laxfoss sem samkvæmt reyndra manna við Norðurá veit á gott sumar.

Gott vatn er í Norðurá og Blöndu en sú síðarnefnda er lítið lituð sem þýðir að hún á bara eftir að verða tærari þegar líður á júní og það er yfirleitt vísir að góðri veiði svo framarlega sem göngur séu góðar.  Það sem veiðimenn vonast eftir er jafnvægi milli rigninga og sólar í sumar en síðasta sumar var úrkoma vel yfir meðallagi og árnar í góðu vatni framanaf en voru fljótar í flóð þegar aðeins leið á ágúst.  Síðan er það hin hliðin þegar sumrin verða mjög sólrík og árnar vatnslitlar, þá er veiðin oft afskaplega léleg þó ekki vanti laxinn í árnar en við skilyrði sem skapast í litlu og hlýju sumarvatni er erfitt að fá laxinn til að taka fluguna.  Tímabilið er hafið og framundan vonandi gott aflasumar.






×