Laxinn mættur í fleiri ár Karl Lúðvíksson skrifar 7. júní 2014 11:44 Dagur Breki með fallegan lax úr Korpu í fyrra Laxinn er mættur í fleiri ár og meðal þeirra laxveiðiáa sem staðfest er að laxar hafi sýnt sig eru meðal annars Miðfjarðará, Víðidalsá, Grímsá og Korpa. Í Korpu lágu greinilega laxar í Berghylnum og var einn af þeim mjög vænn tveggja ára lax en það þykir frekar sjaldgæf sjón í henni. Veiðimenn eru almennt að vona að þessi fyrirboði í snemmgengnum löxum, þá sérstaklega í ánum fyrir norðan, viti á gott sumar þar sem laxarnir virðast koma vel haldnir úr sjó og undantekningalaust virðast þetta vera vænir tveggja ára laxar. Það styttist í stóra júní strauminn en samhliða honum koma oft mjög kraftmiklar göngur í árnar á vesturlandi og má segja að með þeim göngum hefjist tímabil í ánum sem einkennist af mikilli veiði. Vatnið er sérstaklega gott í ánum og mikil snjóalög, þá sérstaklega fyrir norðan og austan, gætu tryggt að árnar haldi sér í góðu vatni langt inní sumar þó að úrkoma verði í lágmarki. Veiðimenn vonast annars eftir því að jafnvægi verði í sólardögum og úrkomudögum svo árnar verði góðar í allt sumar. Mikið ringdi í lok tímabils í fyrra sem gerði það að verkum af margar árnar voru meira og minna í flóði síðustu tvær vikurnar af tímabilinu. Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Laxinn er mættur í Blöndu og það styttist í opnun Veiði Frábær veiði við opnun á Litluá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Góð urriðaveiði í Þingvallavatni Veiði
Laxinn er mættur í fleiri ár og meðal þeirra laxveiðiáa sem staðfest er að laxar hafi sýnt sig eru meðal annars Miðfjarðará, Víðidalsá, Grímsá og Korpa. Í Korpu lágu greinilega laxar í Berghylnum og var einn af þeim mjög vænn tveggja ára lax en það þykir frekar sjaldgæf sjón í henni. Veiðimenn eru almennt að vona að þessi fyrirboði í snemmgengnum löxum, þá sérstaklega í ánum fyrir norðan, viti á gott sumar þar sem laxarnir virðast koma vel haldnir úr sjó og undantekningalaust virðast þetta vera vænir tveggja ára laxar. Það styttist í stóra júní strauminn en samhliða honum koma oft mjög kraftmiklar göngur í árnar á vesturlandi og má segja að með þeim göngum hefjist tímabil í ánum sem einkennist af mikilli veiði. Vatnið er sérstaklega gott í ánum og mikil snjóalög, þá sérstaklega fyrir norðan og austan, gætu tryggt að árnar haldi sér í góðu vatni langt inní sumar þó að úrkoma verði í lágmarki. Veiðimenn vonast annars eftir því að jafnvægi verði í sólardögum og úrkomudögum svo árnar verði góðar í allt sumar. Mikið ringdi í lok tímabils í fyrra sem gerði það að verkum af margar árnar voru meira og minna í flóði síðustu tvær vikurnar af tímabilinu.
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Laxinn er mættur í Blöndu og það styttist í opnun Veiði Frábær veiði við opnun á Litluá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Góð urriðaveiði í Þingvallavatni Veiði