Fengu 9.300 pantanir í 500 Mustang bíla Finnur Thorlacius skrifar 30. maí 2014 10:55 Ford Mustang árgerð 2015. Ford ætlar að selja Mustang sportbílinn í Evrópu í fyrsta sinn, en hann hefur reyndar fengist á Íslandi undanfarið. Ford fór þá leið að bjóða 500 fyrstu bílana um daginn og bárust 9.300 pantanir í þá bíla frá 20 Evrópulöndum. Aðeins liðu 30 sekúndur frá því hægt var að panta bílana þangað til þeir voru uppseldir. Það voru því 9.250 kaupendur sem voru of seinir að panta eintak af honum, en víst er að nægileg eftirspurn er eftir bílnum til að sannfæra Ford um að rétt sé að bjóða hann í álfunni. Ford opnaði fyrir pantanirnar í síðustu viku í tengslum við úrslitaleik Meistaradeildarinnar og eftir 2 klukkustundir höfðu borist yfir 9.300 pantanir. Um 130 af þessum 500 fyrstu bílum eru með stýrið hægra megin og seldust þeir allir í Bretlandi. Bílarnir 500 sem Ford bauð að þessu sinni eru annaðhvort með 2,3 lítra EcoBoost vél eða 5,0 lítra V8 vél, en ekki var í boði að panta 3,7 lítra V6 vélina sem er í boði í heimalandinu, Bandaríkjunum. Ódýrasta gerð bílsins kostar 24.425 dollara í Bandaríkjunum, eða aðeins 2,8 milljónir króna. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent
Ford ætlar að selja Mustang sportbílinn í Evrópu í fyrsta sinn, en hann hefur reyndar fengist á Íslandi undanfarið. Ford fór þá leið að bjóða 500 fyrstu bílana um daginn og bárust 9.300 pantanir í þá bíla frá 20 Evrópulöndum. Aðeins liðu 30 sekúndur frá því hægt var að panta bílana þangað til þeir voru uppseldir. Það voru því 9.250 kaupendur sem voru of seinir að panta eintak af honum, en víst er að nægileg eftirspurn er eftir bílnum til að sannfæra Ford um að rétt sé að bjóða hann í álfunni. Ford opnaði fyrir pantanirnar í síðustu viku í tengslum við úrslitaleik Meistaradeildarinnar og eftir 2 klukkustundir höfðu borist yfir 9.300 pantanir. Um 130 af þessum 500 fyrstu bílum eru með stýrið hægra megin og seldust þeir allir í Bretlandi. Bílarnir 500 sem Ford bauð að þessu sinni eru annaðhvort með 2,3 lítra EcoBoost vél eða 5,0 lítra V8 vél, en ekki var í boði að panta 3,7 lítra V6 vélina sem er í boði í heimalandinu, Bandaríkjunum. Ódýrasta gerð bílsins kostar 24.425 dollara í Bandaríkjunum, eða aðeins 2,8 milljónir króna.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent