Bandaríska ríkið styður Alcoa til aukinnar álframleiðslu fyrir bíliðnaðinn Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2014 08:45 Álver Alcoa í Tennessee. Stærsti álframleiðandi í Bandaríkjunum, Alcoa, sem einnig á álver Fjarðaráls, mun fá 25 milljón dollara lán frá Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna á einkar lágum vöxtum. Lánið er veitt til að endurreisa gamla álverksmiðju í Tennessee fylki svo framboð áls verði nægt fyrir bílaframleiðendur. Alcoa er nýbúið að setja 300 milljón dollara, eða 40 milljarða króna, í stækkun álvers í Iowa til að byrgja Ford bílaframleiðandann af áli. Ford mun nota gríðarmikið ál á næstunni en vinsælasti bíll þeirra er Ford F-150 pallbíllinn sem að mestu verður smíðaður úr áli og léttist fyrir vikið um 400 kíló. Búist er við því að álnotkun bandarískra bílaframleiðenda muni þrefaldast frá árinu 2013 til 2015, eða aðeins á 2 árum. Orkumálaráðuneytið hefur sagt að það muni leggja til meira ódýrt lánsfé til alverkefna til að stuðla að minni orkunotkun bíla á næstunni. Umhverfissamtök styðja þessi áform U.S. Department of Energy og vilja að bílaframleiðendur auki notkun sína á áli í stað stáls. Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent
Stærsti álframleiðandi í Bandaríkjunum, Alcoa, sem einnig á álver Fjarðaráls, mun fá 25 milljón dollara lán frá Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna á einkar lágum vöxtum. Lánið er veitt til að endurreisa gamla álverksmiðju í Tennessee fylki svo framboð áls verði nægt fyrir bílaframleiðendur. Alcoa er nýbúið að setja 300 milljón dollara, eða 40 milljarða króna, í stækkun álvers í Iowa til að byrgja Ford bílaframleiðandann af áli. Ford mun nota gríðarmikið ál á næstunni en vinsælasti bíll þeirra er Ford F-150 pallbíllinn sem að mestu verður smíðaður úr áli og léttist fyrir vikið um 400 kíló. Búist er við því að álnotkun bandarískra bílaframleiðenda muni þrefaldast frá árinu 2013 til 2015, eða aðeins á 2 árum. Orkumálaráðuneytið hefur sagt að það muni leggja til meira ódýrt lánsfé til alverkefna til að stuðla að minni orkunotkun bíla á næstunni. Umhverfissamtök styðja þessi áform U.S. Department of Energy og vilja að bílaframleiðendur auki notkun sína á áli í stað stáls.
Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent