Jóhann Berg Guðmundsson hefur dregið sig úr landsliðshópi Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Eistlandi á miðvikudaginn.
Jóhann Berg er meiddur og getur því ekki tekið þátt í leiknum sem leikinn verður á Laugardalsvelli.
Í stað Jóhanns Bergs hafa Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck þjálfarar Íslands kallað Guðjón Baldvinsson leikmann Halmstad inn í hópinn.
Jóhann Berg ekki með gegn Eistum
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
