Facebook mun opinbera kjósendur Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2014 09:59 Zuckerberg vill fjölga notendum síðunum enn frekar með kosningahnappnum. VISIR/AFP Facebook mun kynna til sögunnar á næstu dögum nýjar útfærslur á forriti sem gerir fólki kleift að tilkynna vinum sínum að það hafi kosið. Tæknin er kynnt til sögunnar í aðdraganda þeirra fjöldamörgu kosninga sem fara fram á alþjóðavísu í ár. Tæknin hefur áður verið prufukeyrð, þá í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2012 og er áætlað að um 9 milljónir Bandaríkjamanna hafi nýtt sér tæknina. Nýja útfærslan var aðgengileg indverskum kjósendum er þeir kusu sér nýjan forsætisráðherra, Narendra Modi, í fjölmennustu kosningnum sögunnar sem fóru fram á liðnum vikum. Meira en 4 milljónir Indverja smelltu þá á „Ég er kjósandi“-hnappinn sem birtist á Facebook-síðum þeirra. Er þessi tækni liður í því færa þjónustu fyrirtækisins inn á fleiri svið dagslegs lífs notenda vefsíðunnar. Takkinn mun birtast á Facebook-síðum þeirra sem atkvæðabærir eru í kosningum til Evrópuþingsins nú í sumar. Einnig munu íbúar Kólumbíu, Suður-Kóreu, Svíþjóðar, Skotalands, Nýja Sjálands og Brasilíu ekki fara varhluta af hnappnum sem tjáir Facebook-vinum notandans að þeir hafi kosið, þó ekkert sé gefið upp um það hver atkvæðið hlaut. Facebook býst við því að um 400 milljón manns muni sjá kjósendum bregða fyrir á vefsíðunni í ár sem er ríflega þriðjungur heildarnotenda Facebook. Frekar upplýsingar má nálgast á vefsíðu Telegraph. Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Facebook mun kynna til sögunnar á næstu dögum nýjar útfærslur á forriti sem gerir fólki kleift að tilkynna vinum sínum að það hafi kosið. Tæknin er kynnt til sögunnar í aðdraganda þeirra fjöldamörgu kosninga sem fara fram á alþjóðavísu í ár. Tæknin hefur áður verið prufukeyrð, þá í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2012 og er áætlað að um 9 milljónir Bandaríkjamanna hafi nýtt sér tæknina. Nýja útfærslan var aðgengileg indverskum kjósendum er þeir kusu sér nýjan forsætisráðherra, Narendra Modi, í fjölmennustu kosningnum sögunnar sem fóru fram á liðnum vikum. Meira en 4 milljónir Indverja smelltu þá á „Ég er kjósandi“-hnappinn sem birtist á Facebook-síðum þeirra. Er þessi tækni liður í því færa þjónustu fyrirtækisins inn á fleiri svið dagslegs lífs notenda vefsíðunnar. Takkinn mun birtast á Facebook-síðum þeirra sem atkvæðabærir eru í kosningum til Evrópuþingsins nú í sumar. Einnig munu íbúar Kólumbíu, Suður-Kóreu, Svíþjóðar, Skotalands, Nýja Sjálands og Brasilíu ekki fara varhluta af hnappnum sem tjáir Facebook-vinum notandans að þeir hafi kosið, þó ekkert sé gefið upp um það hver atkvæðið hlaut. Facebook býst við því að um 400 milljón manns muni sjá kjósendum bregða fyrir á vefsíðunni í ár sem er ríflega þriðjungur heildarnotenda Facebook. Frekar upplýsingar má nálgast á vefsíðu Telegraph.
Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira