Adam Scott kominn á topp heimslistans í golfi 20. maí 2014 21:15 Adam Scott og Tiger Woods skipta um sæti á heimslistanum. AP/Getty Ástralinn Adam Scott færðist ósjálfrátt upp í efsta sæti á nýja heimslistanum í golfi sem kom út í gær en þetta er í fyrsta sinn sem hann nær þessum merka áfanga. Scott er því 17. kylfingurinn sem kemst í efsta sæti á heimslistanum síðan hann hóf göngu sína árið 1986 en Tiger Woods er sá kylfingur sem setið hefur lengst í efsta sæti listans, í alls 683 vikur. Scott tekur fram úr Woods sem hefur verið frá undanfarna tvo mánuði vegna uppskurðar á baki. Búist er við því að enn sé langt í endurkomu Woods en Scott gerir sér þó grein fyrir því að hann þarf að spila vel til þess að halda sér í efsta sætinu. „Þetta er eitthvað sem maður getur verið stoltur af. Heimslistinn verðlaunar stöðugleika og þetta er auðvitað mikill heiður, ég verð að sjálfsögðu að halda áfram að taka framförum til þess að halda mér þarna.“ Þá segir Scott að þótt að þetta sé mikilvægur áfangi sé hann ekkert samanborið við að vinna alvöru titla. „Ég myndi samt sem áður skipta efsta sætinu á heimslistanum út fyrir sigur á Opna bandaríska meistaramótinu. Að vinna risamót er það sem kemur manni á spjöld golfsögunnar, ekki hvort að maður komst í efsta sætið á heimslistanum.“ Golf Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ástralinn Adam Scott færðist ósjálfrátt upp í efsta sæti á nýja heimslistanum í golfi sem kom út í gær en þetta er í fyrsta sinn sem hann nær þessum merka áfanga. Scott er því 17. kylfingurinn sem kemst í efsta sæti á heimslistanum síðan hann hóf göngu sína árið 1986 en Tiger Woods er sá kylfingur sem setið hefur lengst í efsta sæti listans, í alls 683 vikur. Scott tekur fram úr Woods sem hefur verið frá undanfarna tvo mánuði vegna uppskurðar á baki. Búist er við því að enn sé langt í endurkomu Woods en Scott gerir sér þó grein fyrir því að hann þarf að spila vel til þess að halda sér í efsta sætinu. „Þetta er eitthvað sem maður getur verið stoltur af. Heimslistinn verðlaunar stöðugleika og þetta er auðvitað mikill heiður, ég verð að sjálfsögðu að halda áfram að taka framförum til þess að halda mér þarna.“ Þá segir Scott að þótt að þetta sé mikilvægur áfangi sé hann ekkert samanborið við að vinna alvöru titla. „Ég myndi samt sem áður skipta efsta sætinu á heimslistanum út fyrir sigur á Opna bandaríska meistaramótinu. Að vinna risamót er það sem kemur manni á spjöld golfsögunnar, ekki hvort að maður komst í efsta sætið á heimslistanum.“
Golf Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira