Luís Enrique: Ekki bera mig saman við Guardiola Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. maí 2014 13:00 Luís Enrique ræðir við blaðamenn í dag. Vísir/getty Luís Enrique, nýr þjálfari spænska stórliðsins Barcelona, sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi á Nývangi í dag. Hann var ráðinn eftirmaður Tata Martino á mánudaginn. Enrique, sem er 44 ára gamall, spilaði 207 deildarleiki fyrir Barcelona á átta árum frá 1996-2004. Þar spilaði hann með Pep Guardiola, fyrrverandi þjálfara Barcelona, sem gerði ótrúlega hluti með liðið og skrifaði nýjan kafla í knattspyrnusöguna. „Vinsamlegast ekki bera mig saman við Pep núna. Ég vona það gerist samt í framtíðinni því það þýðir að við séum að vinna titla. Er ég kvíðinn fyrir verkefninu hjá Barcelona? Alls ekki. Þetta er einn besti dagur lífs míns,“ sagði Enrique í dag. Aðspurður hvort hann myndi halda áfram að spila 4-3-3-leikkerfið svaraði Enrique: „Ég mun spila kerfi sem hentar þeim leikmönnum sem ég hef og fær það besta út úr þeim.“Þarna mun Enrique eyða miklum tíma á næstu árum ef allt fer vel.Vísir/gettyEnrique er ekki uppalinn hjá Barcelona hendur Sporting Gijón. Það sem meira er kom hann til félagsins frá Real Madrid þannig hann þekkir ekki unglingastarf Börsunga inn og út eins og Guardiola. Hann lofar þó að gefa yngri leikmönnum áfram tækifæri og er spenntur fyrir því. „Ég elska að styðja við unga leikmenn en ég krefst þess að þeir sýni hungur og metnað. Dyrnar standa opnar öllum leikmönnum B-liðsins og yngri leikmönnum félagsins,“ sagði Enrique. Hann vildi lítið ræða mál einstakra leikmanna en spilari eins og CescFábregas er orðaður við brottför til Manchester United annað árið í röð. „Við ræðum ekki nein nöfn núna. Við þurfum ekki að taka neinar ákvarðanir að svo stöddu. Það gefst tími til þess.“ Einnig er óvíst hvort Xavi verði áfram í herbúðum liðsins og þá gæti Argentínumaðurinn Javier Mascherano tekið við fyrirliðabandinu. „Ég þekki Xavi. Hann er vinur minn og fyrrverandi liðsfélagi. Við munum setjast niður með honum og ræða málin. Bíðum bara og sjáum hvað gerist. Mascherano hefur svo allt til brunns að vera til að verða fyrirliði. Góðir og mikilvægir leikmenn munu vera áfram hjá liðinu,“ segir Luís Enrique. Spænski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Sjá meira
Luís Enrique, nýr þjálfari spænska stórliðsins Barcelona, sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi á Nývangi í dag. Hann var ráðinn eftirmaður Tata Martino á mánudaginn. Enrique, sem er 44 ára gamall, spilaði 207 deildarleiki fyrir Barcelona á átta árum frá 1996-2004. Þar spilaði hann með Pep Guardiola, fyrrverandi þjálfara Barcelona, sem gerði ótrúlega hluti með liðið og skrifaði nýjan kafla í knattspyrnusöguna. „Vinsamlegast ekki bera mig saman við Pep núna. Ég vona það gerist samt í framtíðinni því það þýðir að við séum að vinna titla. Er ég kvíðinn fyrir verkefninu hjá Barcelona? Alls ekki. Þetta er einn besti dagur lífs míns,“ sagði Enrique í dag. Aðspurður hvort hann myndi halda áfram að spila 4-3-3-leikkerfið svaraði Enrique: „Ég mun spila kerfi sem hentar þeim leikmönnum sem ég hef og fær það besta út úr þeim.“Þarna mun Enrique eyða miklum tíma á næstu árum ef allt fer vel.Vísir/gettyEnrique er ekki uppalinn hjá Barcelona hendur Sporting Gijón. Það sem meira er kom hann til félagsins frá Real Madrid þannig hann þekkir ekki unglingastarf Börsunga inn og út eins og Guardiola. Hann lofar þó að gefa yngri leikmönnum áfram tækifæri og er spenntur fyrir því. „Ég elska að styðja við unga leikmenn en ég krefst þess að þeir sýni hungur og metnað. Dyrnar standa opnar öllum leikmönnum B-liðsins og yngri leikmönnum félagsins,“ sagði Enrique. Hann vildi lítið ræða mál einstakra leikmanna en spilari eins og CescFábregas er orðaður við brottför til Manchester United annað árið í röð. „Við ræðum ekki nein nöfn núna. Við þurfum ekki að taka neinar ákvarðanir að svo stöddu. Það gefst tími til þess.“ Einnig er óvíst hvort Xavi verði áfram í herbúðum liðsins og þá gæti Argentínumaðurinn Javier Mascherano tekið við fyrirliðabandinu. „Ég þekki Xavi. Hann er vinur minn og fyrrverandi liðsfélagi. Við munum setjast niður með honum og ræða málin. Bíðum bara og sjáum hvað gerist. Mascherano hefur svo allt til brunns að vera til að verða fyrirliði. Góðir og mikilvægir leikmenn munu vera áfram hjá liðinu,“ segir Luís Enrique.
Spænski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Sjá meira