Foreldrar leikskólabarna á Fáskrúðsfirði óánægðir með leikskólaheimsókn Sveinn Arnarsson skrifar 22. maí 2014 11:43 Óánægju gætir meðal foreldra barna á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði Óánægju gætir meðal foreldra barna á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði, eftir að Sjálfstæðismenn kíktu við á leikskólann í fyrradag og dreifðu blöðrum merktum framboðinu til barnanna. Foreldrar telji börnin sín ekki eiga að vera skreytt með efni merktu pólitískum framboðum í bænum. Sigurður Sindri Stefánsson, foreldri barns í leikskólanum á Fáskrúðsfirði var ekki ánægður með uppátæki Sjálfstæðismanna og skrifaði framboðinu orðsendingu á Facebook síðu þeirra:„Kæru Sjálfsstæðismenn. Nú er ég hreint ekki ánægður með ykkur. Þegar ég sæki börnin mín á leikskólann Kærabæ núna áðan sé ég að það er búið að dreifa XD blöðrum til krakkanna. Þegar ég spurði hvaðan þær komu var svarað að þið hefðuð einfaldlega mætt á svæðið og byrjað að dreifa blöðrunum. Markaðssetning á leikskólum er bönnuð!! Þetta er ekkert annað en áróður sem í sjálfu sér er í fínu í lagi en á leikskólum á hann alls ekki heima! Ég ætla að vona að þið takið þetta til ykkar og passið að þetta gerist ekki aftur.“Valdimar Hermansson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins segir framboðið ekki hafa verið að beina blöðrunum að börnunum. „Við vorum ekkert að ota þessu að börnunum, síður en svo. Vissulega vorum með þetta með okkur því þetta var bara eins og hver önnur vinnustaðaheimsókn hjá okkur og blöðrurnar beindust ekki að börnunum. Hrafnhildur Una Guðjónsdóttir, leikskólastjóri Kærabæjar, þykir eðlilegt að þetta sé tekið til skoðunar. „Leikskólinn mun taka þetta til skoðunar. Við skiljum áhyggjur foreldra barnanna, við berum ríka ábyrgð. Við munum skoða málið nánar og fara ofan í þetta. Svona atburðir munu ekki endurtaka sig." Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið send inn kvörtun til fræðslustjóra Fjarðabyggðar vegna þessa. Ekki náðist í Þórodd Helgason, fræðslustjóra Fjarðabyggðar, vegna vinnslu fréttarinnar. Kosningar 2014 Austurland Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Óánægju gætir meðal foreldra barna á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði, eftir að Sjálfstæðismenn kíktu við á leikskólann í fyrradag og dreifðu blöðrum merktum framboðinu til barnanna. Foreldrar telji börnin sín ekki eiga að vera skreytt með efni merktu pólitískum framboðum í bænum. Sigurður Sindri Stefánsson, foreldri barns í leikskólanum á Fáskrúðsfirði var ekki ánægður með uppátæki Sjálfstæðismanna og skrifaði framboðinu orðsendingu á Facebook síðu þeirra:„Kæru Sjálfsstæðismenn. Nú er ég hreint ekki ánægður með ykkur. Þegar ég sæki börnin mín á leikskólann Kærabæ núna áðan sé ég að það er búið að dreifa XD blöðrum til krakkanna. Þegar ég spurði hvaðan þær komu var svarað að þið hefðuð einfaldlega mætt á svæðið og byrjað að dreifa blöðrunum. Markaðssetning á leikskólum er bönnuð!! Þetta er ekkert annað en áróður sem í sjálfu sér er í fínu í lagi en á leikskólum á hann alls ekki heima! Ég ætla að vona að þið takið þetta til ykkar og passið að þetta gerist ekki aftur.“Valdimar Hermansson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins segir framboðið ekki hafa verið að beina blöðrunum að börnunum. „Við vorum ekkert að ota þessu að börnunum, síður en svo. Vissulega vorum með þetta með okkur því þetta var bara eins og hver önnur vinnustaðaheimsókn hjá okkur og blöðrurnar beindust ekki að börnunum. Hrafnhildur Una Guðjónsdóttir, leikskólastjóri Kærabæjar, þykir eðlilegt að þetta sé tekið til skoðunar. „Leikskólinn mun taka þetta til skoðunar. Við skiljum áhyggjur foreldra barnanna, við berum ríka ábyrgð. Við munum skoða málið nánar og fara ofan í þetta. Svona atburðir munu ekki endurtaka sig." Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið send inn kvörtun til fræðslustjóra Fjarðabyggðar vegna þessa. Ekki náðist í Þórodd Helgason, fræðslustjóra Fjarðabyggðar, vegna vinnslu fréttarinnar.
Kosningar 2014 Austurland Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira