Foreldrar leikskólabarna á Fáskrúðsfirði óánægðir með leikskólaheimsókn Sveinn Arnarsson skrifar 22. maí 2014 11:43 Óánægju gætir meðal foreldra barna á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði Óánægju gætir meðal foreldra barna á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði, eftir að Sjálfstæðismenn kíktu við á leikskólann í fyrradag og dreifðu blöðrum merktum framboðinu til barnanna. Foreldrar telji börnin sín ekki eiga að vera skreytt með efni merktu pólitískum framboðum í bænum. Sigurður Sindri Stefánsson, foreldri barns í leikskólanum á Fáskrúðsfirði var ekki ánægður með uppátæki Sjálfstæðismanna og skrifaði framboðinu orðsendingu á Facebook síðu þeirra:„Kæru Sjálfsstæðismenn. Nú er ég hreint ekki ánægður með ykkur. Þegar ég sæki börnin mín á leikskólann Kærabæ núna áðan sé ég að það er búið að dreifa XD blöðrum til krakkanna. Þegar ég spurði hvaðan þær komu var svarað að þið hefðuð einfaldlega mætt á svæðið og byrjað að dreifa blöðrunum. Markaðssetning á leikskólum er bönnuð!! Þetta er ekkert annað en áróður sem í sjálfu sér er í fínu í lagi en á leikskólum á hann alls ekki heima! Ég ætla að vona að þið takið þetta til ykkar og passið að þetta gerist ekki aftur.“Valdimar Hermansson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins segir framboðið ekki hafa verið að beina blöðrunum að börnunum. „Við vorum ekkert að ota þessu að börnunum, síður en svo. Vissulega vorum með þetta með okkur því þetta var bara eins og hver önnur vinnustaðaheimsókn hjá okkur og blöðrurnar beindust ekki að börnunum. Hrafnhildur Una Guðjónsdóttir, leikskólastjóri Kærabæjar, þykir eðlilegt að þetta sé tekið til skoðunar. „Leikskólinn mun taka þetta til skoðunar. Við skiljum áhyggjur foreldra barnanna, við berum ríka ábyrgð. Við munum skoða málið nánar og fara ofan í þetta. Svona atburðir munu ekki endurtaka sig." Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið send inn kvörtun til fræðslustjóra Fjarðabyggðar vegna þessa. Ekki náðist í Þórodd Helgason, fræðslustjóra Fjarðabyggðar, vegna vinnslu fréttarinnar. Kosningar 2014 Austurland Kosningar 2014 fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Óánægju gætir meðal foreldra barna á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði, eftir að Sjálfstæðismenn kíktu við á leikskólann í fyrradag og dreifðu blöðrum merktum framboðinu til barnanna. Foreldrar telji börnin sín ekki eiga að vera skreytt með efni merktu pólitískum framboðum í bænum. Sigurður Sindri Stefánsson, foreldri barns í leikskólanum á Fáskrúðsfirði var ekki ánægður með uppátæki Sjálfstæðismanna og skrifaði framboðinu orðsendingu á Facebook síðu þeirra:„Kæru Sjálfsstæðismenn. Nú er ég hreint ekki ánægður með ykkur. Þegar ég sæki börnin mín á leikskólann Kærabæ núna áðan sé ég að það er búið að dreifa XD blöðrum til krakkanna. Þegar ég spurði hvaðan þær komu var svarað að þið hefðuð einfaldlega mætt á svæðið og byrjað að dreifa blöðrunum. Markaðssetning á leikskólum er bönnuð!! Þetta er ekkert annað en áróður sem í sjálfu sér er í fínu í lagi en á leikskólum á hann alls ekki heima! Ég ætla að vona að þið takið þetta til ykkar og passið að þetta gerist ekki aftur.“Valdimar Hermansson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins segir framboðið ekki hafa verið að beina blöðrunum að börnunum. „Við vorum ekkert að ota þessu að börnunum, síður en svo. Vissulega vorum með þetta með okkur því þetta var bara eins og hver önnur vinnustaðaheimsókn hjá okkur og blöðrurnar beindust ekki að börnunum. Hrafnhildur Una Guðjónsdóttir, leikskólastjóri Kærabæjar, þykir eðlilegt að þetta sé tekið til skoðunar. „Leikskólinn mun taka þetta til skoðunar. Við skiljum áhyggjur foreldra barnanna, við berum ríka ábyrgð. Við munum skoða málið nánar og fara ofan í þetta. Svona atburðir munu ekki endurtaka sig." Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið send inn kvörtun til fræðslustjóra Fjarðabyggðar vegna þessa. Ekki náðist í Þórodd Helgason, fræðslustjóra Fjarðabyggðar, vegna vinnslu fréttarinnar.
Kosningar 2014 Austurland Kosningar 2014 fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira