Foreldrar leikskólabarna á Fáskrúðsfirði óánægðir með leikskólaheimsókn Sveinn Arnarsson skrifar 22. maí 2014 11:43 Óánægju gætir meðal foreldra barna á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði Óánægju gætir meðal foreldra barna á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði, eftir að Sjálfstæðismenn kíktu við á leikskólann í fyrradag og dreifðu blöðrum merktum framboðinu til barnanna. Foreldrar telji börnin sín ekki eiga að vera skreytt með efni merktu pólitískum framboðum í bænum. Sigurður Sindri Stefánsson, foreldri barns í leikskólanum á Fáskrúðsfirði var ekki ánægður með uppátæki Sjálfstæðismanna og skrifaði framboðinu orðsendingu á Facebook síðu þeirra:„Kæru Sjálfsstæðismenn. Nú er ég hreint ekki ánægður með ykkur. Þegar ég sæki börnin mín á leikskólann Kærabæ núna áðan sé ég að það er búið að dreifa XD blöðrum til krakkanna. Þegar ég spurði hvaðan þær komu var svarað að þið hefðuð einfaldlega mætt á svæðið og byrjað að dreifa blöðrunum. Markaðssetning á leikskólum er bönnuð!! Þetta er ekkert annað en áróður sem í sjálfu sér er í fínu í lagi en á leikskólum á hann alls ekki heima! Ég ætla að vona að þið takið þetta til ykkar og passið að þetta gerist ekki aftur.“Valdimar Hermansson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins segir framboðið ekki hafa verið að beina blöðrunum að börnunum. „Við vorum ekkert að ota þessu að börnunum, síður en svo. Vissulega vorum með þetta með okkur því þetta var bara eins og hver önnur vinnustaðaheimsókn hjá okkur og blöðrurnar beindust ekki að börnunum. Hrafnhildur Una Guðjónsdóttir, leikskólastjóri Kærabæjar, þykir eðlilegt að þetta sé tekið til skoðunar. „Leikskólinn mun taka þetta til skoðunar. Við skiljum áhyggjur foreldra barnanna, við berum ríka ábyrgð. Við munum skoða málið nánar og fara ofan í þetta. Svona atburðir munu ekki endurtaka sig." Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið send inn kvörtun til fræðslustjóra Fjarðabyggðar vegna þessa. Ekki náðist í Þórodd Helgason, fræðslustjóra Fjarðabyggðar, vegna vinnslu fréttarinnar. Kosningar 2014 Austurland Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Timbur! Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Sjá meira
Óánægju gætir meðal foreldra barna á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði, eftir að Sjálfstæðismenn kíktu við á leikskólann í fyrradag og dreifðu blöðrum merktum framboðinu til barnanna. Foreldrar telji börnin sín ekki eiga að vera skreytt með efni merktu pólitískum framboðum í bænum. Sigurður Sindri Stefánsson, foreldri barns í leikskólanum á Fáskrúðsfirði var ekki ánægður með uppátæki Sjálfstæðismanna og skrifaði framboðinu orðsendingu á Facebook síðu þeirra:„Kæru Sjálfsstæðismenn. Nú er ég hreint ekki ánægður með ykkur. Þegar ég sæki börnin mín á leikskólann Kærabæ núna áðan sé ég að það er búið að dreifa XD blöðrum til krakkanna. Þegar ég spurði hvaðan þær komu var svarað að þið hefðuð einfaldlega mætt á svæðið og byrjað að dreifa blöðrunum. Markaðssetning á leikskólum er bönnuð!! Þetta er ekkert annað en áróður sem í sjálfu sér er í fínu í lagi en á leikskólum á hann alls ekki heima! Ég ætla að vona að þið takið þetta til ykkar og passið að þetta gerist ekki aftur.“Valdimar Hermansson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins segir framboðið ekki hafa verið að beina blöðrunum að börnunum. „Við vorum ekkert að ota þessu að börnunum, síður en svo. Vissulega vorum með þetta með okkur því þetta var bara eins og hver önnur vinnustaðaheimsókn hjá okkur og blöðrurnar beindust ekki að börnunum. Hrafnhildur Una Guðjónsdóttir, leikskólastjóri Kærabæjar, þykir eðlilegt að þetta sé tekið til skoðunar. „Leikskólinn mun taka þetta til skoðunar. Við skiljum áhyggjur foreldra barnanna, við berum ríka ábyrgð. Við munum skoða málið nánar og fara ofan í þetta. Svona atburðir munu ekki endurtaka sig." Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið send inn kvörtun til fræðslustjóra Fjarðabyggðar vegna þessa. Ekki náðist í Þórodd Helgason, fræðslustjóra Fjarðabyggðar, vegna vinnslu fréttarinnar.
Kosningar 2014 Austurland Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Timbur! Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Sjá meira