Tapa 1,6 milljónum á hverjum seldum bíl Finnur Thorlacius skrifar 22. maí 2014 13:26 Fiat 500e rafmagnsbíllinn. Ítalski bílaframleiðandinn Fiat hefur skilað hagnaði undanfarið, en það er ekki vegna þess að Fiat merkinu gangi svo vel, heldur er það vegna þess að Fiat á Chrysler. Hagnaður af rekstri Chrysler gerir meira en að vega upp tapreksturinn hjá Fiat, en langt er síðan það skilaði hagnaði af rekstri. Það þykir almennt ekki góð lexía að framleiða bíl og selja með tapi. Enn verra er líklega að selja hvern bíl með 1,6 milljón króna tapi. Það gerir samt Fiat er fyrirtækið selur hvern einasta Fiat 500e, en sá bíll er með rafmagnsdrifrás. Á blaðamannafundi um daginn sagði Sergio Marchionne, forstjóri Fiat og Chrysler, að hann vonaðist til þess að sem fæstir keyptu þennan bíl þar sem við hverja sölu tapaði hann 14.000 dollurum, eða um 1,6 milljónum króna. Það er þekkt staðreynd að framleiðsla rafmagnsbíla er dýr, en vonandi er að sem fæstir framleiðendur þeirra tapi á hverjum seldum bíl. Í Bandaríkjunum kostar Fiat 500e 32.300 dollara, en þó hann myndi kosta 46.300 dollara myndi Fiat ekki hagnast. Fiat getur þó ekki boðið hann á þessu verði í samkeppni við aðra ódýrari rafmagnsbíla. Hætt er við því að þessi tiltekni bíll Fiat verði tekinn úr framleiðslu á næstunni. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent
Ítalski bílaframleiðandinn Fiat hefur skilað hagnaði undanfarið, en það er ekki vegna þess að Fiat merkinu gangi svo vel, heldur er það vegna þess að Fiat á Chrysler. Hagnaður af rekstri Chrysler gerir meira en að vega upp tapreksturinn hjá Fiat, en langt er síðan það skilaði hagnaði af rekstri. Það þykir almennt ekki góð lexía að framleiða bíl og selja með tapi. Enn verra er líklega að selja hvern bíl með 1,6 milljón króna tapi. Það gerir samt Fiat er fyrirtækið selur hvern einasta Fiat 500e, en sá bíll er með rafmagnsdrifrás. Á blaðamannafundi um daginn sagði Sergio Marchionne, forstjóri Fiat og Chrysler, að hann vonaðist til þess að sem fæstir keyptu þennan bíl þar sem við hverja sölu tapaði hann 14.000 dollurum, eða um 1,6 milljónum króna. Það er þekkt staðreynd að framleiðsla rafmagnsbíla er dýr, en vonandi er að sem fæstir framleiðendur þeirra tapi á hverjum seldum bíl. Í Bandaríkjunum kostar Fiat 500e 32.300 dollara, en þó hann myndi kosta 46.300 dollara myndi Fiat ekki hagnast. Fiat getur þó ekki boðið hann á þessu verði í samkeppni við aðra ódýrari rafmagnsbíla. Hætt er við því að þessi tiltekni bíll Fiat verði tekinn úr framleiðslu á næstunni.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent