Grafa græðlingar undan Samfylkingunni í Sandgerði? Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2014 13:41 Ólafur Þór Ólafsson er oddviti Samfylkingarinnar í Sandgerði VISIR/HREINN Töluverður styr hefur staðið um dreifingu Samfylkingarinnar í Sandgerði á birkigræðlingum til íbúa bæjarins. Græðlingarnir fylgdu með stefnuskrá flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar sem frambjóðendur hafa gengið með í hús á undanförnum dögum. Gunnhildur Ása Sigurðardóttir, sem rekur Gróðrastöðina Glitbrá í bænum, setti inn harðorða Facebook-færslu í gær þar sem hún gagnrýndi aðstandendur dreifingarinnar fyrir að hafa ekki verslað græðlingana í heimabyggð. Tóku margir íbúar bæjarins í sama streng og hófust miklar umræður við færsluna. Sáu aðstandendur framboðsins í Sandgerði sér þann einn kost vænstan að senda út tilkynningu þess efnis að flokkurinn hafi ekki verslað græðlingana utanbæjar, honum hafi hlotnast þeir sem styrkur. Ólafur Þór Ólafsson, oddviti Samfylkingarinnar í Sandgerði, segir þetta leiðindamál. „Við dreifðum græðlingum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar fyrir fjórum árum – og fyrir átta árum líka – til íbúa bæjarins,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. „Það var nú bara þannig að stuðningsaðili okkar læddi græðlingunum að okkur í þetta skiptið og við vildum leyfa bæjarbúum að njóta þeirra með okkur,“ segir Ólafur og þykir miður að aðstandendum gróðrastöðvarinnar telji hafa farið fram hjá sér. Hann vill ítreka það að Samfylkingin hvetur Sandgerðinga í hvítvetna að versla í heimabyggð. „Þegar þvi verður við komið,“ eins og segir í tilkynningunni. Í kjölfar tilkynningarinnar frá Samfylkingunni hefur Gunnhildur fjarlægt fyrrgreinda Facebook-færslu og beðist afsökunar á fljótfærni sinni á frétta- og upplýsingasíðu Sandgerðinga. Nú eru einungis niu dagar til sveitarstjórnarkosninga og því verður áhugavert að sjá hvort það verða græðlingarnir eða gagnrýnin sem ná að skjóta rótum í Sandgerðisbæ. Fésbókarfærslu S-listans í Sandgerði má sjá hér að neðan. Post by S-listinn í Sandgerði. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Töluverður styr hefur staðið um dreifingu Samfylkingarinnar í Sandgerði á birkigræðlingum til íbúa bæjarins. Græðlingarnir fylgdu með stefnuskrá flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar sem frambjóðendur hafa gengið með í hús á undanförnum dögum. Gunnhildur Ása Sigurðardóttir, sem rekur Gróðrastöðina Glitbrá í bænum, setti inn harðorða Facebook-færslu í gær þar sem hún gagnrýndi aðstandendur dreifingarinnar fyrir að hafa ekki verslað græðlingana í heimabyggð. Tóku margir íbúar bæjarins í sama streng og hófust miklar umræður við færsluna. Sáu aðstandendur framboðsins í Sandgerði sér þann einn kost vænstan að senda út tilkynningu þess efnis að flokkurinn hafi ekki verslað græðlingana utanbæjar, honum hafi hlotnast þeir sem styrkur. Ólafur Þór Ólafsson, oddviti Samfylkingarinnar í Sandgerði, segir þetta leiðindamál. „Við dreifðum græðlingum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar fyrir fjórum árum – og fyrir átta árum líka – til íbúa bæjarins,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. „Það var nú bara þannig að stuðningsaðili okkar læddi græðlingunum að okkur í þetta skiptið og við vildum leyfa bæjarbúum að njóta þeirra með okkur,“ segir Ólafur og þykir miður að aðstandendum gróðrastöðvarinnar telji hafa farið fram hjá sér. Hann vill ítreka það að Samfylkingin hvetur Sandgerðinga í hvítvetna að versla í heimabyggð. „Þegar þvi verður við komið,“ eins og segir í tilkynningunni. Í kjölfar tilkynningarinnar frá Samfylkingunni hefur Gunnhildur fjarlægt fyrrgreinda Facebook-færslu og beðist afsökunar á fljótfærni sinni á frétta- og upplýsingasíðu Sandgerðinga. Nú eru einungis niu dagar til sveitarstjórnarkosninga og því verður áhugavert að sjá hvort það verða græðlingarnir eða gagnrýnin sem ná að skjóta rótum í Sandgerðisbæ. Fésbókarfærslu S-listans í Sandgerði má sjá hér að neðan. Post by S-listinn í Sandgerði.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira