Caroline og Rory hafa verið eitt þekktasta íþróttapar í heimi en McIlroy hætti við giftinguna eftir að þau voru búin að senda út boðskortin í brúðkaupið.
Það heyrðist ekki mikið frá Carolinu Wozniacki til að byrja með en hún hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig eftir að McIlroy hætti með henni.
Wozniacki sendi aðdáendum sínum skilaboð í gegnum twitter-síðu sína og þar segist hún sækja styrk til fótboltaliðs Liverpool.
„Þetta eru erfiðir tímar fyrir mig. Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar. Ég er ánægð með að vera stuðningsmaður Liverpool því þá veit ég að ég mun aldrei ganga ein (I know I'll never walk alone)," skrifaði Carolina á twitter-síðu sína.
It's a hard time for me right now.Thanks for all the sweet messages!Happy I support Liverpool right now because I know I'll never walk alone
— Caroline Wozniacki (@CaroWozniacki) May 22, 2014
