Flottustu strætóskýlin Finnur Thorlacius skrifar 23. maí 2014 15:05 Eitt strætóskýlanna frumlegu. Bær einn í Austurríki heitir Krumbach og þar búa 1.000 manns. Þar eru samt samankomin ein frumlegustu og flottustu strætóskýli heims. Tilvist þeirra má rekja til þess að bæjarstjórnin í Krumbach skipti við eina 7 arkitekta á vikulangri lúxusdvöl í bænum og hönnun á strætóskýlum. Arkitektarnir koma frá hinum ýmsu heimshornum eins og Chile og Japan, enda eru þau æði ólík. Ekki er víst að sum af þessum skýlum yrðu af miklu gagni á okkar vindasama landi, en það er víst oftar logn í Austurríki en á Íslandi. Ljóst mun einnig vera að útgangspunktur arkitektanna var ekki umfram allt notagildi og virðist að útlit þeirra og frumlegheit hafi verið rauði þráðurinn. Fyrir vikið eru þau einmitt svo flott. Fleiri mættu fara að dæmi bæjarstjórnarinnar í Krumbach. Sjá má öll þessu frumlegu skýli hér að neðan. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent
Bær einn í Austurríki heitir Krumbach og þar búa 1.000 manns. Þar eru samt samankomin ein frumlegustu og flottustu strætóskýli heims. Tilvist þeirra má rekja til þess að bæjarstjórnin í Krumbach skipti við eina 7 arkitekta á vikulangri lúxusdvöl í bænum og hönnun á strætóskýlum. Arkitektarnir koma frá hinum ýmsu heimshornum eins og Chile og Japan, enda eru þau æði ólík. Ekki er víst að sum af þessum skýlum yrðu af miklu gagni á okkar vindasama landi, en það er víst oftar logn í Austurríki en á Íslandi. Ljóst mun einnig vera að útgangspunktur arkitektanna var ekki umfram allt notagildi og virðist að útlit þeirra og frumlegheit hafi verið rauði þráðurinn. Fyrir vikið eru þau einmitt svo flott. Fleiri mættu fara að dæmi bæjarstjórnarinnar í Krumbach. Sjá má öll þessu frumlegu skýli hér að neðan.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent