Eigendur skemmtiferðaskipa veðja á Kína Finnur Thorlacius skrifar 23. maí 2014 16:45 Skemmtiferðaskip í kínverskri höfn. news.xinhuanet.com Efnuðu fólki í Kína fer mikið fjölgandi og ferðlög kínverja að sama skapi. Á þessu hafa eigendur skemmtiferðaskipa áttað sig og því leggja mörg þeirra nú úr höfn frá Kína. Svo hratt gerast hlutirnir í Kína nú að búist er við því að Kína verði næst stærsti markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip á eftir Bandaríkjunum strax árið 2017. Enn er vöxtur á markaði fyrir skemmtiferðaskip í Evrópu og Bandaríkjunum, en vöxturinn er miklu hraðari í Kína. Stærsta fyrirtæki heims í rekstri skemmtiferðaskipa, Carnival, sem gerir út 100 slík skip ætlar að reka 4 þeirra frá heimahöfnum í Kína á næsta ári. Annað stórt fyrirtæki í bransanum, Asian Cruise Association, væntir þess að markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip í Asíu muni þrefaldast fyrir árið 2020 og nær helmingur þess verði frá Kína. Royal Caribbean, sem einnig er geysistórt fyrirtæki á þessum markaði, kom mörgum á óvart um daginn er það tilkynnti um að nýjasta skip þess yrði rekið frá Kína frá og með þessum mánuði. Hingað til hafa skipafélögin helst notað eldri skip úr flota sínum til að þjóna markaðnum í Kína. Eitt af því sem að rekstraraðilum skemmtiferðaskipanna þarf að lærast varðandi framboð sitt á siglingum frá Kína er að bjóða frekar styttri ferðir en langar þar sem kínverjum er alla jafna úthlutað styttri leyfum frá vinnu en í Evrópu og Bandaríkjunum. Einnig þarf að breyta þjónustunni um borð og meðal annars að hafa sushi staði, eins og Carnival hefur nú þegar gert á einu skipa sinna. Markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip í Ástralíu hefur einnig vaxið mjög á undanförnum árum, eða um 20% á hverju ári og eru eigendur skemmtiferðaskipa einnig að bregðast við því og gera út mörg þeirra þaðan. Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Efnuðu fólki í Kína fer mikið fjölgandi og ferðlög kínverja að sama skapi. Á þessu hafa eigendur skemmtiferðaskipa áttað sig og því leggja mörg þeirra nú úr höfn frá Kína. Svo hratt gerast hlutirnir í Kína nú að búist er við því að Kína verði næst stærsti markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip á eftir Bandaríkjunum strax árið 2017. Enn er vöxtur á markaði fyrir skemmtiferðaskip í Evrópu og Bandaríkjunum, en vöxturinn er miklu hraðari í Kína. Stærsta fyrirtæki heims í rekstri skemmtiferðaskipa, Carnival, sem gerir út 100 slík skip ætlar að reka 4 þeirra frá heimahöfnum í Kína á næsta ári. Annað stórt fyrirtæki í bransanum, Asian Cruise Association, væntir þess að markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip í Asíu muni þrefaldast fyrir árið 2020 og nær helmingur þess verði frá Kína. Royal Caribbean, sem einnig er geysistórt fyrirtæki á þessum markaði, kom mörgum á óvart um daginn er það tilkynnti um að nýjasta skip þess yrði rekið frá Kína frá og með þessum mánuði. Hingað til hafa skipafélögin helst notað eldri skip úr flota sínum til að þjóna markaðnum í Kína. Eitt af því sem að rekstraraðilum skemmtiferðaskipanna þarf að lærast varðandi framboð sitt á siglingum frá Kína er að bjóða frekar styttri ferðir en langar þar sem kínverjum er alla jafna úthlutað styttri leyfum frá vinnu en í Evrópu og Bandaríkjunum. Einnig þarf að breyta þjónustunni um borð og meðal annars að hafa sushi staði, eins og Carnival hefur nú þegar gert á einu skipa sinna. Markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip í Ástralíu hefur einnig vaxið mjög á undanförnum árum, eða um 20% á hverju ári og eru eigendur skemmtiferðaskipa einnig að bregðast við því og gera út mörg þeirra þaðan.
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira