Dramatískur sigur Real Madrid í Meistaradeildinni 24. maí 2014 00:01 Ramos fagnar marki sínu Vísir/afp Real Madrid lagði nágrana sína í Atletico Madrid 4-1 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir framlengdan leik í kvöld. Atletico var 1-0 yfir fram í uppbótartíma venjulegs leiktíma en Real Madrid keyrði yfir Atletico í seinni hálfleik framlengingarinnar og tryggði sér sigurinn Diego Costa byrjaði leikinn fyrir Atletico en entist aðeins níu mínútur. Enginn getur jafnað sig á tognun í aftanverðu læri á einni viku og það kom á daginn. Vont fyrir Atletico að missa skiptingu svo snemma leiks þegar liðið þurfti sárlega á ferskum fótum að halda í framlengingunni. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en Gareth Bale fékk fyrsta færi góða leiksins eftir skelfileg mistök Tiago en hitti ekki markið. Örfáum mínútum seinna fékk Atletico horn. Casillas gerði skelfileg mistök í markinu þegar hann þaut af línunni og Diego Godin skallaði yfir hann og yfir línuna. Úrúgvæinn heldur áfram að skora mikilvæg mörk en hann tryggði Atletico jafntefli gegn Barcelona í síðustu umferð spænsku deildarinnar og um leið liðinu titilinn á Spáni. Framlína Real, Benzema, Bale og Ronaldo voru nánast ekki með lengi framan. Ronaldo komst þó betur inn í leikinn er leið á hann og Bale fékk bestu færi Real Madrid í venjulegum leiktíma og hefði átt að skora. Vinusemi leikmanna Atletico var algjörlega til fyrirmyndar en útheimti mikla orku. Því þyngdust sóknir Real er leið á leikinn og liðinu gekk betur að skapa sér sóknarfæri ásamt því að lið Atletico féll aftar á völlinn. Sóknarþungi Real skilaði jöfnunarmarki á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Sergio Ramos skallaði hornspyrnu Luka Modric í hornið og knúði fram framlengingu. Real var sterkara í framlengingunni og tryggði sér sigur í seinni hálfleik hennar. Þegar tíu mínútur voru eftir átti Angel di María frábæran sprett upp hægri kantinn, komst í gott færi en Courtois varði í markinu. Bale var réttur maður á réttum stað þegar hann fylgdi skotinu eftir og skallaði boltann í netið. Það var svo varamaðurinn Marcelo sem gerði út um leikinn þegar tvær mínútur voru eftir með föstu skoti rétt utan teigs. Enn var tími fyrir eitt mark í viðbót. Ronaldo var felldur í teignum og hann skoraði sjálfur úr vítinu í þann mund sem venjulegur leiktími framlengingarinnar rann út. Tíundi sigur Real Madrid í Meistaradeildinni staðreynd og sá fyrsti í 12 ár. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Real Madrid lagði nágrana sína í Atletico Madrid 4-1 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir framlengdan leik í kvöld. Atletico var 1-0 yfir fram í uppbótartíma venjulegs leiktíma en Real Madrid keyrði yfir Atletico í seinni hálfleik framlengingarinnar og tryggði sér sigurinn Diego Costa byrjaði leikinn fyrir Atletico en entist aðeins níu mínútur. Enginn getur jafnað sig á tognun í aftanverðu læri á einni viku og það kom á daginn. Vont fyrir Atletico að missa skiptingu svo snemma leiks þegar liðið þurfti sárlega á ferskum fótum að halda í framlengingunni. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en Gareth Bale fékk fyrsta færi góða leiksins eftir skelfileg mistök Tiago en hitti ekki markið. Örfáum mínútum seinna fékk Atletico horn. Casillas gerði skelfileg mistök í markinu þegar hann þaut af línunni og Diego Godin skallaði yfir hann og yfir línuna. Úrúgvæinn heldur áfram að skora mikilvæg mörk en hann tryggði Atletico jafntefli gegn Barcelona í síðustu umferð spænsku deildarinnar og um leið liðinu titilinn á Spáni. Framlína Real, Benzema, Bale og Ronaldo voru nánast ekki með lengi framan. Ronaldo komst þó betur inn í leikinn er leið á hann og Bale fékk bestu færi Real Madrid í venjulegum leiktíma og hefði átt að skora. Vinusemi leikmanna Atletico var algjörlega til fyrirmyndar en útheimti mikla orku. Því þyngdust sóknir Real er leið á leikinn og liðinu gekk betur að skapa sér sóknarfæri ásamt því að lið Atletico féll aftar á völlinn. Sóknarþungi Real skilaði jöfnunarmarki á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Sergio Ramos skallaði hornspyrnu Luka Modric í hornið og knúði fram framlengingu. Real var sterkara í framlengingunni og tryggði sér sigur í seinni hálfleik hennar. Þegar tíu mínútur voru eftir átti Angel di María frábæran sprett upp hægri kantinn, komst í gott færi en Courtois varði í markinu. Bale var réttur maður á réttum stað þegar hann fylgdi skotinu eftir og skallaði boltann í netið. Það var svo varamaðurinn Marcelo sem gerði út um leikinn þegar tvær mínútur voru eftir með föstu skoti rétt utan teigs. Enn var tími fyrir eitt mark í viðbót. Ronaldo var felldur í teignum og hann skoraði sjálfur úr vítinu í þann mund sem venjulegur leiktími framlengingarinnar rann út. Tíundi sigur Real Madrid í Meistaradeildinni staðreynd og sá fyrsti í 12 ár.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira