Lowry og Björn efstir á Wentworth eftir tvo hringi 23. maí 2014 22:27 McIlroy er meðal efstu manna eftir fyrstu tvo dagana á Wentworth. AP/Getty Thomas Björn leiðir enn á BMW PGA meistaramótinu sem fram fer á Wentworth vellinum á Englandi þegar að mótið er hálfnað en hann er á tíu höggum undir pari. Björn jafnaði vallarmetið í gær með hring upp á 62 högg eða tíu undir pari. Hann var ekki alveg jafn heitur í dag og lék á 72 höggum eða pari vallar enda aðstæður kaldari og erfiðari en í gær. Daninn leiðir þó ekki einn heldur deilir hann efsta sætinu með geðþekka Íranum Shane Lowry sem lék á 70 höggum í dag eða tveimur undir pari. Eiga þeir fjögur högg á næstu menn sem koma á sex undir. Margir þekktir kylfingar eru ofarlega í mótinu og gætu hæglega gert atlögu að Björn og Lowry um helgina. Þar má nefna Rory McIlroy, Jonas Blixt og Henrik Stenson sem eru á fimm höggum undir pari og Luke Donald, sem tvisvar hefur unnið þetta sögufræga mót sem er á sex höggum undir. Þá vekur athygli að Suður-Afríkumaðurinn Justin Walters, sem var meðal efstu manna eftir að hafa leikið á 67 höggum eða fimm undir pari eftir fyrsta hring, lék annan hring á 81 höggi, níu yfir pari og missti af niðurskurðinum með þremur höggum. Meðal þeirra sem náðu heldur ekki niðurskurðinum voru kylfingar á borð við Ernie Els, Charles Schwartzel, Darren Clarke og sigurvegari síðasta árs, Matteo Manassero. Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Thomas Björn leiðir enn á BMW PGA meistaramótinu sem fram fer á Wentworth vellinum á Englandi þegar að mótið er hálfnað en hann er á tíu höggum undir pari. Björn jafnaði vallarmetið í gær með hring upp á 62 högg eða tíu undir pari. Hann var ekki alveg jafn heitur í dag og lék á 72 höggum eða pari vallar enda aðstæður kaldari og erfiðari en í gær. Daninn leiðir þó ekki einn heldur deilir hann efsta sætinu með geðþekka Íranum Shane Lowry sem lék á 70 höggum í dag eða tveimur undir pari. Eiga þeir fjögur högg á næstu menn sem koma á sex undir. Margir þekktir kylfingar eru ofarlega í mótinu og gætu hæglega gert atlögu að Björn og Lowry um helgina. Þar má nefna Rory McIlroy, Jonas Blixt og Henrik Stenson sem eru á fimm höggum undir pari og Luke Donald, sem tvisvar hefur unnið þetta sögufræga mót sem er á sex höggum undir. Þá vekur athygli að Suður-Afríkumaðurinn Justin Walters, sem var meðal efstu manna eftir að hafa leikið á 67 höggum eða fimm undir pari eftir fyrsta hring, lék annan hring á 81 höggi, níu yfir pari og missti af niðurskurðinum með þremur höggum. Meðal þeirra sem náðu heldur ekki niðurskurðinum voru kylfingar á borð við Ernie Els, Charles Schwartzel, Darren Clarke og sigurvegari síðasta árs, Matteo Manassero.
Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira