37 ár frá fyrsta sigri Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2014 20:45 Tommy Smith, Ian Callaghan og Phil Neal fagna sigrinum á Borussia Mönchengladbach. Vísir/Getty Í dag eru 37 ár liðin frá því Liverpool varð Evrópumeistari meistaraliða í fyrsta sinn. Þann 25. maí 1977 mætti Rauði herinn, undir stjórn Bobs Paisley, þýska liðinu Borussia Mönchengladbach í úrslitaleik á Ólympíuleikvanginum í Róm, frammi fyrir 57.000 áhorfendum. Þetta var fyrsti úrslitaleikur beggja liða í Evrópukeppni meistaraliða, en liðin höfðu unnið Evrópukeppni félagsliða tvö árin á undan; Gladbach 1975 og Liverpool 1976. Þá höfðu liðin mæst í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða vorið 1973, þar sem Liverpool hafði betur, 3-2 samanlagt.Steve Heighway og Berti Vogts eigast við.Vísir/GettyLið Gladbach var gríðarlega sterkt á þessum tíma, en í liðinu mátti m.a. finna fjóra leikmenn sem höfðu orðið Evrópu- og heimsmeistarar með þýska landsliðinu 1972 og 1974; Berti Vogts, Rainer Bonhof, Jupp Heynckes og Herbert Wimmer. Þá hafði Gladbach einnig innan sinna raða knattspyrnumann ársins í Evrópu árið 1977, hinn danska Allan Simonsen. Það voru heldur engir aukvissar sem skipuðu lið Liverpool á þessum tíma, en meðal þekktra leikmanna má m.a. nefna Kevin Keegan, fyrirliðann Emlyn Hughes, markvörðinn Ray Clemence og miðjumanninn Ian Callaghan, leikhæsta leikmann í sögu Liverpool. Bonhof komst nálægt því að skora í byrjun leiks þegar skot hans small í stönginni, en það voru Liverpool-menn sem tóku forystuna á 28. mínútu þegar Terry McDermott skoraði eftir sendingu frá Steve Heighway. Simonsen jafnaði leikinn á 52. mínútu með glæsilegu skoti upp í markhornið. Skömmu síðar fékk Daninn gott færi til að koma Gladbach yfir, en skallaði framhjá. Clemence varði síðan vel frá Uli Stielike sem hafði komist einn í gegn.Leikmenn Liverpool hlaupa sigurhring með Evrópubikarinn.Vísir/GettyLiverpool náði forystunni á ný á 64. mínútu þegar varnarmaðurinn Tommy Smith skoraði með föstum skalla eftir hornspyrnu Heighways. Það var síðan Phil Neal sem gulltryggði Liverpool sigurinn með marki úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok, eftir að Vogts hafði brotið á Keegan innan vítateigs. Lokatölur 3-1, Liverpool í vil. Sigurinn 1977 markaði upphafið að mikilli sigurgöngu Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða, en liðið varði titilinn ári síðar eftir 1-0 sigur á Club Brugge í úrslitaleik. Mark frá Alan Kennedy tryggði Liverpool þriðja Evrópumeistaratitilinn 1981 og þremur árum síðar fögnuðu Bítlaborgardrengirnir titlinum í fjórða sinn eftir sigur á Roma í vítaspyrnukeppni. Stuðningsmenn Liverpool þurftu að bíða í 21 ár eftir næsta Evrópumeistaratitli, en hann vannst árið 2005 þegar Liverpool lagði AC Milan að velli eftir vítaspyrnukeppni í ótrúlegum úrslitaleik í Istanbúl. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Sjá meira
Í dag eru 37 ár liðin frá því Liverpool varð Evrópumeistari meistaraliða í fyrsta sinn. Þann 25. maí 1977 mætti Rauði herinn, undir stjórn Bobs Paisley, þýska liðinu Borussia Mönchengladbach í úrslitaleik á Ólympíuleikvanginum í Róm, frammi fyrir 57.000 áhorfendum. Þetta var fyrsti úrslitaleikur beggja liða í Evrópukeppni meistaraliða, en liðin höfðu unnið Evrópukeppni félagsliða tvö árin á undan; Gladbach 1975 og Liverpool 1976. Þá höfðu liðin mæst í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða vorið 1973, þar sem Liverpool hafði betur, 3-2 samanlagt.Steve Heighway og Berti Vogts eigast við.Vísir/GettyLið Gladbach var gríðarlega sterkt á þessum tíma, en í liðinu mátti m.a. finna fjóra leikmenn sem höfðu orðið Evrópu- og heimsmeistarar með þýska landsliðinu 1972 og 1974; Berti Vogts, Rainer Bonhof, Jupp Heynckes og Herbert Wimmer. Þá hafði Gladbach einnig innan sinna raða knattspyrnumann ársins í Evrópu árið 1977, hinn danska Allan Simonsen. Það voru heldur engir aukvissar sem skipuðu lið Liverpool á þessum tíma, en meðal þekktra leikmanna má m.a. nefna Kevin Keegan, fyrirliðann Emlyn Hughes, markvörðinn Ray Clemence og miðjumanninn Ian Callaghan, leikhæsta leikmann í sögu Liverpool. Bonhof komst nálægt því að skora í byrjun leiks þegar skot hans small í stönginni, en það voru Liverpool-menn sem tóku forystuna á 28. mínútu þegar Terry McDermott skoraði eftir sendingu frá Steve Heighway. Simonsen jafnaði leikinn á 52. mínútu með glæsilegu skoti upp í markhornið. Skömmu síðar fékk Daninn gott færi til að koma Gladbach yfir, en skallaði framhjá. Clemence varði síðan vel frá Uli Stielike sem hafði komist einn í gegn.Leikmenn Liverpool hlaupa sigurhring með Evrópubikarinn.Vísir/GettyLiverpool náði forystunni á ný á 64. mínútu þegar varnarmaðurinn Tommy Smith skoraði með föstum skalla eftir hornspyrnu Heighways. Það var síðan Phil Neal sem gulltryggði Liverpool sigurinn með marki úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok, eftir að Vogts hafði brotið á Keegan innan vítateigs. Lokatölur 3-1, Liverpool í vil. Sigurinn 1977 markaði upphafið að mikilli sigurgöngu Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða, en liðið varði titilinn ári síðar eftir 1-0 sigur á Club Brugge í úrslitaleik. Mark frá Alan Kennedy tryggði Liverpool þriðja Evrópumeistaratitilinn 1981 og þremur árum síðar fögnuðu Bítlaborgardrengirnir titlinum í fjórða sinn eftir sigur á Roma í vítaspyrnukeppni. Stuðningsmenn Liverpool þurftu að bíða í 21 ár eftir næsta Evrópumeistaratitli, en hann vannst árið 2005 þegar Liverpool lagði AC Milan að velli eftir vítaspyrnukeppni í ótrúlegum úrslitaleik í Istanbúl.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Sjá meira