37 ár frá fyrsta sigri Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2014 20:45 Tommy Smith, Ian Callaghan og Phil Neal fagna sigrinum á Borussia Mönchengladbach. Vísir/Getty Í dag eru 37 ár liðin frá því Liverpool varð Evrópumeistari meistaraliða í fyrsta sinn. Þann 25. maí 1977 mætti Rauði herinn, undir stjórn Bobs Paisley, þýska liðinu Borussia Mönchengladbach í úrslitaleik á Ólympíuleikvanginum í Róm, frammi fyrir 57.000 áhorfendum. Þetta var fyrsti úrslitaleikur beggja liða í Evrópukeppni meistaraliða, en liðin höfðu unnið Evrópukeppni félagsliða tvö árin á undan; Gladbach 1975 og Liverpool 1976. Þá höfðu liðin mæst í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða vorið 1973, þar sem Liverpool hafði betur, 3-2 samanlagt.Steve Heighway og Berti Vogts eigast við.Vísir/GettyLið Gladbach var gríðarlega sterkt á þessum tíma, en í liðinu mátti m.a. finna fjóra leikmenn sem höfðu orðið Evrópu- og heimsmeistarar með þýska landsliðinu 1972 og 1974; Berti Vogts, Rainer Bonhof, Jupp Heynckes og Herbert Wimmer. Þá hafði Gladbach einnig innan sinna raða knattspyrnumann ársins í Evrópu árið 1977, hinn danska Allan Simonsen. Það voru heldur engir aukvissar sem skipuðu lið Liverpool á þessum tíma, en meðal þekktra leikmanna má m.a. nefna Kevin Keegan, fyrirliðann Emlyn Hughes, markvörðinn Ray Clemence og miðjumanninn Ian Callaghan, leikhæsta leikmann í sögu Liverpool. Bonhof komst nálægt því að skora í byrjun leiks þegar skot hans small í stönginni, en það voru Liverpool-menn sem tóku forystuna á 28. mínútu þegar Terry McDermott skoraði eftir sendingu frá Steve Heighway. Simonsen jafnaði leikinn á 52. mínútu með glæsilegu skoti upp í markhornið. Skömmu síðar fékk Daninn gott færi til að koma Gladbach yfir, en skallaði framhjá. Clemence varði síðan vel frá Uli Stielike sem hafði komist einn í gegn.Leikmenn Liverpool hlaupa sigurhring með Evrópubikarinn.Vísir/GettyLiverpool náði forystunni á ný á 64. mínútu þegar varnarmaðurinn Tommy Smith skoraði með föstum skalla eftir hornspyrnu Heighways. Það var síðan Phil Neal sem gulltryggði Liverpool sigurinn með marki úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok, eftir að Vogts hafði brotið á Keegan innan vítateigs. Lokatölur 3-1, Liverpool í vil. Sigurinn 1977 markaði upphafið að mikilli sigurgöngu Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða, en liðið varði titilinn ári síðar eftir 1-0 sigur á Club Brugge í úrslitaleik. Mark frá Alan Kennedy tryggði Liverpool þriðja Evrópumeistaratitilinn 1981 og þremur árum síðar fögnuðu Bítlaborgardrengirnir titlinum í fjórða sinn eftir sigur á Roma í vítaspyrnukeppni. Stuðningsmenn Liverpool þurftu að bíða í 21 ár eftir næsta Evrópumeistaratitli, en hann vannst árið 2005 þegar Liverpool lagði AC Milan að velli eftir vítaspyrnukeppni í ótrúlegum úrslitaleik í Istanbúl. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira
Í dag eru 37 ár liðin frá því Liverpool varð Evrópumeistari meistaraliða í fyrsta sinn. Þann 25. maí 1977 mætti Rauði herinn, undir stjórn Bobs Paisley, þýska liðinu Borussia Mönchengladbach í úrslitaleik á Ólympíuleikvanginum í Róm, frammi fyrir 57.000 áhorfendum. Þetta var fyrsti úrslitaleikur beggja liða í Evrópukeppni meistaraliða, en liðin höfðu unnið Evrópukeppni félagsliða tvö árin á undan; Gladbach 1975 og Liverpool 1976. Þá höfðu liðin mæst í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða vorið 1973, þar sem Liverpool hafði betur, 3-2 samanlagt.Steve Heighway og Berti Vogts eigast við.Vísir/GettyLið Gladbach var gríðarlega sterkt á þessum tíma, en í liðinu mátti m.a. finna fjóra leikmenn sem höfðu orðið Evrópu- og heimsmeistarar með þýska landsliðinu 1972 og 1974; Berti Vogts, Rainer Bonhof, Jupp Heynckes og Herbert Wimmer. Þá hafði Gladbach einnig innan sinna raða knattspyrnumann ársins í Evrópu árið 1977, hinn danska Allan Simonsen. Það voru heldur engir aukvissar sem skipuðu lið Liverpool á þessum tíma, en meðal þekktra leikmanna má m.a. nefna Kevin Keegan, fyrirliðann Emlyn Hughes, markvörðinn Ray Clemence og miðjumanninn Ian Callaghan, leikhæsta leikmann í sögu Liverpool. Bonhof komst nálægt því að skora í byrjun leiks þegar skot hans small í stönginni, en það voru Liverpool-menn sem tóku forystuna á 28. mínútu þegar Terry McDermott skoraði eftir sendingu frá Steve Heighway. Simonsen jafnaði leikinn á 52. mínútu með glæsilegu skoti upp í markhornið. Skömmu síðar fékk Daninn gott færi til að koma Gladbach yfir, en skallaði framhjá. Clemence varði síðan vel frá Uli Stielike sem hafði komist einn í gegn.Leikmenn Liverpool hlaupa sigurhring með Evrópubikarinn.Vísir/GettyLiverpool náði forystunni á ný á 64. mínútu þegar varnarmaðurinn Tommy Smith skoraði með föstum skalla eftir hornspyrnu Heighways. Það var síðan Phil Neal sem gulltryggði Liverpool sigurinn með marki úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok, eftir að Vogts hafði brotið á Keegan innan vítateigs. Lokatölur 3-1, Liverpool í vil. Sigurinn 1977 markaði upphafið að mikilli sigurgöngu Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða, en liðið varði titilinn ári síðar eftir 1-0 sigur á Club Brugge í úrslitaleik. Mark frá Alan Kennedy tryggði Liverpool þriðja Evrópumeistaratitilinn 1981 og þremur árum síðar fögnuðu Bítlaborgardrengirnir titlinum í fjórða sinn eftir sigur á Roma í vítaspyrnukeppni. Stuðningsmenn Liverpool þurftu að bíða í 21 ár eftir næsta Evrópumeistaratitli, en hann vannst árið 2005 þegar Liverpool lagði AC Milan að velli eftir vítaspyrnukeppni í ótrúlegum úrslitaleik í Istanbúl.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira