Stíll á lögreglunni á Ítalíu Finnur Thorlacius skrifar 26. maí 2014 10:06 Rennilegur nýjasti lögreglubíll ítölsku lögreglunnar. Ítalski bílaframleiðandinn Lamborghini gerðist rausnarlegur um daginn og gaf ítölsku lögreglunni eintak af sinni nýjustu framleiðslu, Huracán LP 610-4. Þessum bíl er ætlað að leysa af hólmi Lamborghini Gallardo bíl sem framleiðandinn gaf lögreglunni fyrir 6 árum síðan. Bíllinn er ekki alveg eins og þeir sem almenningi býðst, en hann er hlaðinn tæknibúnaði og getur til að mynda lesið sjálfur á skráningarnúmer þeirra bíla sem veitt er eftirför. Í skotti bílsins er kælir sem notaður verður til að flytja líffæri, en þá er gott að hafa hraðskreiðan bíl ef mikið liggur við. Lamborghini Huracán LP 610-4 er með 610 hestafla, 5,7 lítra og 10 strokka vél og skilar hún bílnum í 100 á 3,2 sekúndum og í 200 á 9,9 sekúndum. Slíkur bíll kostar frá 180.000 dollurum, eða ríflega 20 milljónir króna. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent
Ítalski bílaframleiðandinn Lamborghini gerðist rausnarlegur um daginn og gaf ítölsku lögreglunni eintak af sinni nýjustu framleiðslu, Huracán LP 610-4. Þessum bíl er ætlað að leysa af hólmi Lamborghini Gallardo bíl sem framleiðandinn gaf lögreglunni fyrir 6 árum síðan. Bíllinn er ekki alveg eins og þeir sem almenningi býðst, en hann er hlaðinn tæknibúnaði og getur til að mynda lesið sjálfur á skráningarnúmer þeirra bíla sem veitt er eftirför. Í skotti bílsins er kælir sem notaður verður til að flytja líffæri, en þá er gott að hafa hraðskreiðan bíl ef mikið liggur við. Lamborghini Huracán LP 610-4 er með 610 hestafla, 5,7 lítra og 10 strokka vél og skilar hún bílnum í 100 á 3,2 sekúndum og í 200 á 9,9 sekúndum. Slíkur bíll kostar frá 180.000 dollurum, eða ríflega 20 milljónir króna.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent