Stíll á lögreglunni á Ítalíu Finnur Thorlacius skrifar 26. maí 2014 10:06 Rennilegur nýjasti lögreglubíll ítölsku lögreglunnar. Ítalski bílaframleiðandinn Lamborghini gerðist rausnarlegur um daginn og gaf ítölsku lögreglunni eintak af sinni nýjustu framleiðslu, Huracán LP 610-4. Þessum bíl er ætlað að leysa af hólmi Lamborghini Gallardo bíl sem framleiðandinn gaf lögreglunni fyrir 6 árum síðan. Bíllinn er ekki alveg eins og þeir sem almenningi býðst, en hann er hlaðinn tæknibúnaði og getur til að mynda lesið sjálfur á skráningarnúmer þeirra bíla sem veitt er eftirför. Í skotti bílsins er kælir sem notaður verður til að flytja líffæri, en þá er gott að hafa hraðskreiðan bíl ef mikið liggur við. Lamborghini Huracán LP 610-4 er með 610 hestafla, 5,7 lítra og 10 strokka vél og skilar hún bílnum í 100 á 3,2 sekúndum og í 200 á 9,9 sekúndum. Slíkur bíll kostar frá 180.000 dollurum, eða ríflega 20 milljónir króna. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent
Ítalski bílaframleiðandinn Lamborghini gerðist rausnarlegur um daginn og gaf ítölsku lögreglunni eintak af sinni nýjustu framleiðslu, Huracán LP 610-4. Þessum bíl er ætlað að leysa af hólmi Lamborghini Gallardo bíl sem framleiðandinn gaf lögreglunni fyrir 6 árum síðan. Bíllinn er ekki alveg eins og þeir sem almenningi býðst, en hann er hlaðinn tæknibúnaði og getur til að mynda lesið sjálfur á skráningarnúmer þeirra bíla sem veitt er eftirför. Í skotti bílsins er kælir sem notaður verður til að flytja líffæri, en þá er gott að hafa hraðskreiðan bíl ef mikið liggur við. Lamborghini Huracán LP 610-4 er með 610 hestafla, 5,7 lítra og 10 strokka vél og skilar hún bílnum í 100 á 3,2 sekúndum og í 200 á 9,9 sekúndum. Slíkur bíll kostar frá 180.000 dollurum, eða ríflega 20 milljónir króna.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent