Glæst innanrými Volvo XC90 Finnur Thorlacius skrifar 27. maí 2014 15:15 Ekki beint óvistlegur að innan hinn nýi Volvo XC90. Styttast fer í kynningu á nýja XC90 jeppanum frá Volvo og fyrirtækið birti í dag fyrstu myndir af innanrými hans. Það kemur kannski ekki mikið á óvart að þar ræður glæsileikinn ríkjum, en einnig sænsk naumhyggja. Hann er sannarlega sænskur og meira að segja er sænski fáninn bróderaður í sætin. Þurft hefur að höggva niður nokkur tré til að ljá innanrými hans glæsileika og sjálfskiptihnúðurinn er úr kristal frá Orrefors í Svíþjóð. Það er þó ekkert naumhyggjulegt við flennistóran snertiskjáinn fyrir miðju mælaborðsins. Hann er hærri en hann er breiður, líkt og í Tesla Model S, en það er sjaldséð í bílum. Mælaborðið sjálft er stafrænt að sjá. Þrjár sætaraðir eru í bílnum og stilla má hvert sæti fyrir sig í annarri sætaröðinni og fínt pláss á að vera fyrir farþega í þeirri öftustu. Volvo XC90 verður endanlega sýndur umheiminum í ágúst, en hætt er við því að Volvo eigi eftir að sýna meira af bílnum í hæfilegum skömmtum og þá ekki síst af endanlegu ytra útliti bílsins. Þrjár sætaraðir og vel á að fara um alla farþega. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Styttast fer í kynningu á nýja XC90 jeppanum frá Volvo og fyrirtækið birti í dag fyrstu myndir af innanrými hans. Það kemur kannski ekki mikið á óvart að þar ræður glæsileikinn ríkjum, en einnig sænsk naumhyggja. Hann er sannarlega sænskur og meira að segja er sænski fáninn bróderaður í sætin. Þurft hefur að höggva niður nokkur tré til að ljá innanrými hans glæsileika og sjálfskiptihnúðurinn er úr kristal frá Orrefors í Svíþjóð. Það er þó ekkert naumhyggjulegt við flennistóran snertiskjáinn fyrir miðju mælaborðsins. Hann er hærri en hann er breiður, líkt og í Tesla Model S, en það er sjaldséð í bílum. Mælaborðið sjálft er stafrænt að sjá. Þrjár sætaraðir eru í bílnum og stilla má hvert sæti fyrir sig í annarri sætaröðinni og fínt pláss á að vera fyrir farþega í þeirri öftustu. Volvo XC90 verður endanlega sýndur umheiminum í ágúst, en hætt er við því að Volvo eigi eftir að sýna meira af bílnum í hæfilegum skömmtum og þá ekki síst af endanlegu ytra útliti bílsins. Þrjár sætaraðir og vel á að fara um alla farþega.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent