Gufubaðsstrætó Finnur Thorlacius skrifar 28. maí 2014 10:38 Bílstjóri strætisvagns í síberísku borginni Krasnoyarsk í Rússlandi hélt að hann væri ægilega sniðugur er hann ók yfir brotna hitavatnsleiðslu til að stöðva gríðarlegt vatnsgos sem stóð tugi metra uppí loftið. Vandinn var hinsvegar sá að hann var með fullan vagn af farþegum og strætisvagninn fylltist á augabragði af funheitri gufu sem brenndi farþegana illa. Margir þeirra fengu þriðja stigs bruna á höndum og fótum og á meðal þeirra börn. Bílstjórinn bjargaði hinsvegar eigin skinni með því að skríða útúr brotinni lúgu vagnsins, en gleymdi áður að opna hurðir vagnsins. Farþegum tókst hinsvegar að opna afturhurð hans og sluppu út úr vagninum, en með þessum slæmu afleiðingum. Sjá má í meðfylgjandi myndskeiði þar sem þeir flýja vagninn í ofboði, nokkuð illa leiknir. Vagnstjórans býður hinsvegar tveggja ára fangelsisvist fyrir athæfi sitt. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Bílstjóri strætisvagns í síberísku borginni Krasnoyarsk í Rússlandi hélt að hann væri ægilega sniðugur er hann ók yfir brotna hitavatnsleiðslu til að stöðva gríðarlegt vatnsgos sem stóð tugi metra uppí loftið. Vandinn var hinsvegar sá að hann var með fullan vagn af farþegum og strætisvagninn fylltist á augabragði af funheitri gufu sem brenndi farþegana illa. Margir þeirra fengu þriðja stigs bruna á höndum og fótum og á meðal þeirra börn. Bílstjórinn bjargaði hinsvegar eigin skinni með því að skríða útúr brotinni lúgu vagnsins, en gleymdi áður að opna hurðir vagnsins. Farþegum tókst hinsvegar að opna afturhurð hans og sluppu út úr vagninum, en með þessum slæmu afleiðingum. Sjá má í meðfylgjandi myndskeiði þar sem þeir flýja vagninn í ofboði, nokkuð illa leiknir. Vagnstjórans býður hinsvegar tveggja ára fangelsisvist fyrir athæfi sitt.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent