Ferrari Steve McQueen til sölu Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2014 09:59 Ferrari bíll Steve McQueen. Þegar Steve McQueen stóð í ströngu við upptökur á Bullitt myndinni í San Francisco árið 1967 fann hann sér þó tíma til að kaupa sér þennan Ferrari 275 GTB/4 bíl, enda fátt annað sæmandi töffara eins og honum. Bílinn keypti hann nýjan og er hann af árgerð 1967. Búið er að gera bílinn upp af mikilli vandvirkni og er hann sem nýr. Þessi bíll verður seldur á árlegu uppboði bíladaganna á Pebble Beach Concours d´Elegance í Kaliforníu í ágúst í sumar. Búist er við því að fyrir hann fáist mjög hátt verð og vegur þar eigendasaga bílsins mikið. Steve McQueen var svalasti karlleikari sjöunda áratugar síðustu aldar og Bullitt myndin ein sú frægast sem hann lék í. Í mynbinni ók Steve McQueen um á Ford Mustang bíl og í henni er einn frægasti bílakappakstur bíósögunnar. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent
Þegar Steve McQueen stóð í ströngu við upptökur á Bullitt myndinni í San Francisco árið 1967 fann hann sér þó tíma til að kaupa sér þennan Ferrari 275 GTB/4 bíl, enda fátt annað sæmandi töffara eins og honum. Bílinn keypti hann nýjan og er hann af árgerð 1967. Búið er að gera bílinn upp af mikilli vandvirkni og er hann sem nýr. Þessi bíll verður seldur á árlegu uppboði bíladaganna á Pebble Beach Concours d´Elegance í Kaliforníu í ágúst í sumar. Búist er við því að fyrir hann fáist mjög hátt verð og vegur þar eigendasaga bílsins mikið. Steve McQueen var svalasti karlleikari sjöunda áratugar síðustu aldar og Bullitt myndin ein sú frægast sem hann lék í. Í mynbinni ók Steve McQueen um á Ford Mustang bíl og í henni er einn frægasti bílakappakstur bíósögunnar.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent