Innlent

Nýtt framboð á Snæfellsnesi

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Þröstur Albertsson
Nýtt framboð er komið fram í Snæfellsbæ, sem heitir Nýi listinn, en allir sem skipa listann eru yngri en 35 ára. Friðþjófur Orri Jóhannsson, skipstjóri og oddviti listans, segir hugmyndina um framboðið hafa byrjað sem grín út á sjó. Alvaran hafi komið við frekari skoðun á hugmyndinni.

Flokkurinn býður fram undir listabókstafnum N.

Helstu stefnumál framboðsins eru stuðningur við fjölskyldufólk, bjóða upp á fjölbreyttari afþreyingu fyrir ungt fólk. Skapa ný og fjölbreytileg störf, byggja upp og bæta hafnaraðstöðu á Arnarstapa, að styrkja ferðaþjónustu á svæðinu og halda útsvari í bæjarfélaginu.

Efstu sæti listans skipa:

1. Friðþjófur Orri Jóhannsson, skipstjóri og útvarpsmaður.

2. Víðir Haraldsson, vélstjóri og hestamaður.

3. Hreinn S. Jónsson, sjómaður.

4. Adam Geir Gústafsson, verkamaður.

5. Krystyna Stefanczyk, háskólanemi.

6. Arnór Ísfjörð Guðmundsson, laxveiðimaður.

7. Hildur Ósk Þórsdóttir, búðarkona og dama.

8. Arngrímur Stefánsson, verkamaður.

Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×