BMW Z2 á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2014 10:46 BMW Z4 árgerð 2014. BMW hefur haft það á prjónunum í nokkur ár að smíða minni blæjubíl en núverandi BMW Z4 bíl. Það hefur nú verið staðfest og mun hann heita Z2. Vonir bílaáhugamanna voru bundnir við það að hann yrði afturhjóladrifinn eins og Z4, en það eru ekki áform BMW, heldur verður bíllinn framhjóladrifinn og byggður á sama undirvagni og þeir BMW 2-línu bílar sem eru með framhjóladrif, sem og framhjóladrifnir Mini bílar. Þessi nýi sportbíll mun fá fjögurra strokka vélar sem verða frá 160 til 230 hestöfl, en einnig ætlar BMW að bjóða hann í M-útfærslu og þá með um 300 hestafla vél. Bíllinn verður tilbúinn til sölu seint á árinu 2016 eða í byrjun árs 2017 og verður fyrsta árgerð bílsins 2017. Verð hans verður um 30.000 dollarar, eða um 3,4 milljónir króna. M-útfærslan verður þó talsvert dýrari, eða á 50.000 dollara. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent
BMW hefur haft það á prjónunum í nokkur ár að smíða minni blæjubíl en núverandi BMW Z4 bíl. Það hefur nú verið staðfest og mun hann heita Z2. Vonir bílaáhugamanna voru bundnir við það að hann yrði afturhjóladrifinn eins og Z4, en það eru ekki áform BMW, heldur verður bíllinn framhjóladrifinn og byggður á sama undirvagni og þeir BMW 2-línu bílar sem eru með framhjóladrif, sem og framhjóladrifnir Mini bílar. Þessi nýi sportbíll mun fá fjögurra strokka vélar sem verða frá 160 til 230 hestöfl, en einnig ætlar BMW að bjóða hann í M-útfærslu og þá með um 300 hestafla vél. Bíllinn verður tilbúinn til sölu seint á árinu 2016 eða í byrjun árs 2017 og verður fyrsta árgerð bílsins 2017. Verð hans verður um 30.000 dollarar, eða um 3,4 milljónir króna. M-útfærslan verður þó talsvert dýrari, eða á 50.000 dollara.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent