Dekk með innbyggðri fjöðrun Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2014 11:45 Það er þónokkur draumsýn að aka um á bíl með enga fjöðrun í undirvagni, en það gæti orðið að veruleika. Fyrirtæki eitt í Ísrael hefur þróað dekk, sem reyndar var þróað fyrir reiðhjól og hjólastóla, sem fjaðrar svo vel að engin ástæða er fyrir annarri innbyggðri fjöðrun. Fjöðrun dekkjanna, sem fengið hafa heitið Softwheel, má stilla eftir þyngd þess sem ferðast um á þeim. Ísraelska fyrirtækið hefur kynnt þessa uppgötvun sína fyrir Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz og engum sögum fer af því hvort Benz hyggst reyna hana á bílum sínum. Sala á Softwheel dekkjunum hefst seinna á þessu ári, bæði til notkunar á reiðhjólum og hjólastólum, sem hingað til hafa fæstir verið búnir nokkurri fjöðrun. Verð dekkjanna verður 2.000 dollarar parið, eða um 225.000 krónur. Sjá má virkni hjólanna í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent
Það er þónokkur draumsýn að aka um á bíl með enga fjöðrun í undirvagni, en það gæti orðið að veruleika. Fyrirtæki eitt í Ísrael hefur þróað dekk, sem reyndar var þróað fyrir reiðhjól og hjólastóla, sem fjaðrar svo vel að engin ástæða er fyrir annarri innbyggðri fjöðrun. Fjöðrun dekkjanna, sem fengið hafa heitið Softwheel, má stilla eftir þyngd þess sem ferðast um á þeim. Ísraelska fyrirtækið hefur kynnt þessa uppgötvun sína fyrir Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz og engum sögum fer af því hvort Benz hyggst reyna hana á bílum sínum. Sala á Softwheel dekkjunum hefst seinna á þessu ári, bæði til notkunar á reiðhjólum og hjólastólum, sem hingað til hafa fæstir verið búnir nokkurri fjöðrun. Verð dekkjanna verður 2.000 dollarar parið, eða um 225.000 krónur. Sjá má virkni hjólanna í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent