Hetjudáðir íslenskra þyrluflugmanna hjá Landhelgisgæslunni vekja athygli Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2014 12:19 Á bílavefnum Jalopnik er nú greint frá magnaðri björgun íslensku Landhelgisgæslunnar þar sem veikum sjómanni af stóru flutningaskipi er bjargað í kolvitlausu veðri. Með fréttinni fylgir sex og hálfrar mínútna myndskeið af björguninni og sést það hér. Það vekur eðlilega athygli þeirra hjá Jalopnik hversu djarfir þyrluflugmennirnir eru sem og allir þeir sem koma að björguninni. Á meðan á henni stendur skoppar stórt flutningaskipið, sem vegur tugi þúsunda tonna, undir þyrlunum eins og korktappi á úfnum sjó Atlantshafsins. Það eru tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar sem koma að björguninni, Super Puma vélar, og úr báðum þeirra sjást myndir af aðförunum, sem sannarlega eru djarfar og hættulegar. Djörfung íslenskra þyrluflugmanna hjá Landhelgisgæslunni er okkur Íslendingum kunn, en það yljar landanum að sjá að hún vekur einnig aðdáun um allan heim. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent
Á bílavefnum Jalopnik er nú greint frá magnaðri björgun íslensku Landhelgisgæslunnar þar sem veikum sjómanni af stóru flutningaskipi er bjargað í kolvitlausu veðri. Með fréttinni fylgir sex og hálfrar mínútna myndskeið af björguninni og sést það hér. Það vekur eðlilega athygli þeirra hjá Jalopnik hversu djarfir þyrluflugmennirnir eru sem og allir þeir sem koma að björguninni. Á meðan á henni stendur skoppar stórt flutningaskipið, sem vegur tugi þúsunda tonna, undir þyrlunum eins og korktappi á úfnum sjó Atlantshafsins. Það eru tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar sem koma að björguninni, Super Puma vélar, og úr báðum þeirra sjást myndir af aðförunum, sem sannarlega eru djarfar og hættulegar. Djörfung íslenskra þyrluflugmanna hjá Landhelgisgæslunni er okkur Íslendingum kunn, en það yljar landanum að sjá að hún vekur einnig aðdáun um allan heim.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent