Hetjudáðir íslenskra þyrluflugmanna hjá Landhelgisgæslunni vekja athygli Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2014 12:19 Á bílavefnum Jalopnik er nú greint frá magnaðri björgun íslensku Landhelgisgæslunnar þar sem veikum sjómanni af stóru flutningaskipi er bjargað í kolvitlausu veðri. Með fréttinni fylgir sex og hálfrar mínútna myndskeið af björguninni og sést það hér. Það vekur eðlilega athygli þeirra hjá Jalopnik hversu djarfir þyrluflugmennirnir eru sem og allir þeir sem koma að björguninni. Á meðan á henni stendur skoppar stórt flutningaskipið, sem vegur tugi þúsunda tonna, undir þyrlunum eins og korktappi á úfnum sjó Atlantshafsins. Það eru tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar sem koma að björguninni, Super Puma vélar, og úr báðum þeirra sjást myndir af aðförunum, sem sannarlega eru djarfar og hættulegar. Djörfung íslenskra þyrluflugmanna hjá Landhelgisgæslunni er okkur Íslendingum kunn, en það yljar landanum að sjá að hún vekur einnig aðdáun um allan heim. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent
Á bílavefnum Jalopnik er nú greint frá magnaðri björgun íslensku Landhelgisgæslunnar þar sem veikum sjómanni af stóru flutningaskipi er bjargað í kolvitlausu veðri. Með fréttinni fylgir sex og hálfrar mínútna myndskeið af björguninni og sést það hér. Það vekur eðlilega athygli þeirra hjá Jalopnik hversu djarfir þyrluflugmennirnir eru sem og allir þeir sem koma að björguninni. Á meðan á henni stendur skoppar stórt flutningaskipið, sem vegur tugi þúsunda tonna, undir þyrlunum eins og korktappi á úfnum sjó Atlantshafsins. Það eru tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar sem koma að björguninni, Super Puma vélar, og úr báðum þeirra sjást myndir af aðförunum, sem sannarlega eru djarfar og hættulegar. Djörfung íslenskra þyrluflugmanna hjá Landhelgisgæslunni er okkur Íslendingum kunn, en það yljar landanum að sjá að hún vekur einnig aðdáun um allan heim.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent