Unnið fyrir hjóli til að hjóla vinnuna Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 13. maí 2014 14:54 Nú stendur yfir hið frábæra framtak „Hjólað í vinnuna“. Það skemmtilegasta við hjólreiðar er hvað þær í einfaldleika sínum snerta á mörgum vandmálum sem þjóðin stendur frammi fyrir. Hjólreiðar spara t.d. dýrmætan gjaldeyri en önnur hvor frétt um þessar mundir fjallar einmitt um vangetu þjóðarinnar til að standa við gjaldeyrisskuldbindingar. Hjólreiðar minnka mengun og bæta þannig loftgæði. Um leið minnkar útblástur gróðuhúsalofttegunda sem stuðla að óæskilegum loftslagsbreytingum. Hjólreiðar auka heilbrigði og draga úr offitu sem er að verða alvarleg heilsufarsógn með síhækkandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Hjólreiðar létta líka á buddunni með tilheyrandi efnahagsinnspýtingu þar sem hjólreiðar skapa svigrúm til að eyða peningum í eitthvað annað en bifreiðakostnað. Það er býsna skondin umræða sem víða á sér stað fyrir sveitarstjórnarkosningar, þar sem ákveðnir aðilar telja alvarlega vegið að einkabílnum með auknum áherslum á hjólreiðar. Undirritaður tekur einkabílinn allt of oft fram yfir hjólið en þakkar hinsvegar fyrir hvert hjól sem hann keyrir framhjá vitandi það að þar fer ökumaður sem ekki fyllir götur og bílastæði. Hjólreiðamenn eru með öðrum orðum að minnka líkur á að einkabíll lendi í umferðaröngþveiti eða finni ekki laust bílastæði. Hjólreiðar vega því ekki að einkabílnum heldur þjónusta hann með því að liðka fyrir umferð. Reiðhjól eru til í óteljandi útgáfum þar sem allir ættu að geta fundið hjól við sitt hæfi. Eitt eiga þessi hjól sameiginlegt en það er sú staðreynd að öll kosta þau peninga. Það getur verið erfitt að punga út 25 -250 þúsund krónum fyrir hinn almenna launamann en góðu fréttirnar eru þær að fjárfestingin skilar sér til baka í formi olíusparnaðar. Orkusetur hefur sett upp skemmtilega reiknivél þar sem hægt er að sjá hversu lengi þú ert að borga upp draumahjólið. Reiknivélin virkar þannig að þú setur inn bílnúmerið á bifreiðinni sem þú hyggst skilja eftir í stæðinu heima, síðan setur þú inn verðið á draumahjólinu. Niðurstaðan kemur fram sem fjöldi kílómetra sem hjóla þarf til að borga upp gripinn. Olía er glettilega dýr og það kemur mörgum á óvart hversu hratt fjárfestingin skilar sér. Miðað við langan líftíma hjóla má þó segja að á endanum verða öll hjól í raun ókeypis. Reiknivélina má finna hér á vef Orkusetursins.Svona lýtur hjólareiknirinn út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir hið frábæra framtak „Hjólað í vinnuna“. Það skemmtilegasta við hjólreiðar er hvað þær í einfaldleika sínum snerta á mörgum vandmálum sem þjóðin stendur frammi fyrir. Hjólreiðar spara t.d. dýrmætan gjaldeyri en önnur hvor frétt um þessar mundir fjallar einmitt um vangetu þjóðarinnar til að standa við gjaldeyrisskuldbindingar. Hjólreiðar minnka mengun og bæta þannig loftgæði. Um leið minnkar útblástur gróðuhúsalofttegunda sem stuðla að óæskilegum loftslagsbreytingum. Hjólreiðar auka heilbrigði og draga úr offitu sem er að verða alvarleg heilsufarsógn með síhækkandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Hjólreiðar létta líka á buddunni með tilheyrandi efnahagsinnspýtingu þar sem hjólreiðar skapa svigrúm til að eyða peningum í eitthvað annað en bifreiðakostnað. Það er býsna skondin umræða sem víða á sér stað fyrir sveitarstjórnarkosningar, þar sem ákveðnir aðilar telja alvarlega vegið að einkabílnum með auknum áherslum á hjólreiðar. Undirritaður tekur einkabílinn allt of oft fram yfir hjólið en þakkar hinsvegar fyrir hvert hjól sem hann keyrir framhjá vitandi það að þar fer ökumaður sem ekki fyllir götur og bílastæði. Hjólreiðamenn eru með öðrum orðum að minnka líkur á að einkabíll lendi í umferðaröngþveiti eða finni ekki laust bílastæði. Hjólreiðar vega því ekki að einkabílnum heldur þjónusta hann með því að liðka fyrir umferð. Reiðhjól eru til í óteljandi útgáfum þar sem allir ættu að geta fundið hjól við sitt hæfi. Eitt eiga þessi hjól sameiginlegt en það er sú staðreynd að öll kosta þau peninga. Það getur verið erfitt að punga út 25 -250 þúsund krónum fyrir hinn almenna launamann en góðu fréttirnar eru þær að fjárfestingin skilar sér til baka í formi olíusparnaðar. Orkusetur hefur sett upp skemmtilega reiknivél þar sem hægt er að sjá hversu lengi þú ert að borga upp draumahjólið. Reiknivélin virkar þannig að þú setur inn bílnúmerið á bifreiðinni sem þú hyggst skilja eftir í stæðinu heima, síðan setur þú inn verðið á draumahjólinu. Niðurstaðan kemur fram sem fjöldi kílómetra sem hjóla þarf til að borga upp gripinn. Olía er glettilega dýr og það kemur mörgum á óvart hversu hratt fjárfestingin skilar sér. Miðað við langan líftíma hjóla má þó segja að á endanum verða öll hjól í raun ókeypis. Reiknivélina má finna hér á vef Orkusetursins.Svona lýtur hjólareiknirinn út.
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar