Hvalveiðibátum bannað að koma til Reykjavíkur? Kristján Már Unnarsson skrifar 13. maí 2014 20:00 Oddvitar framboðanna til borgarstjórnar voru spurðir í dag hvort þeir vildu úthýsa hvalveiðibátum úr Reykjavíkurhöfn. Þessu var varpað fram á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar og samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja. Starfsmenn slippsins í Reykjavík hafa atvinnu af því þessa dagana að undirbúa skip Hvals hf. undir næstu hvalveiðivertíð. En hvalirnir skaffa líka öðrum hópum tekjur. Á sama tíma og hvalveiðibátarnir voru skrapaðir og málaðir var fundað í Hörpu um hagsmuni þeirra sem hafa atvinnu af því að sýna ferðamönnum hvali. Talsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna komu sjónarmiðum sínum meðal annars á framfæri í myndbandi þar sem bent var á að yfir 200 manns ynnu við hvalaskoðun og skiluðu fjórum milljörðum í gjaldeyristekjur á ári. Aðalatriðið var þó að lýsa áhyggjum vegna hrefnuveiða nærri hvalaskoðunarsvæðum og spyrja oddvita framboðanna í Reykjavík hvort þeir styddu kröfu samtakanna um að bannsvæði hvalveiða á Faxaflóa yrði stækkað. Og viti menn: Allir frambjóðendur sögðust sammála því, - tóku reyndar fram að þeir réðu þessu ekki, heldur sjávarútvegsráðherra. En þá kom þessi spurning úr sal: Getið þið ekki vísað hvalveiðibátunum burt úr Reykjavíkurhöfn?Allir sögðust sammála því að bannsvæði hvalveiða í Faxaflóa yrði stækkað. Svörin voru loðnari við spurningu um hvort hvalaveiðibátum yrði úthýst úr Reykjavíkurhöfn.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld mátti sjá brot af þeim svörum sem fulltrúar flokkanna gáfu; þau Dagur B. Eggertsson, Samfylkingunni, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Framsóknarflokki, Þorleifur Gunnlaugsson, Dögun, Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, Halldór Halldórsson, Sjálfstæðisflokki, Halldór Auðar Svansson, Pírötum, og S. Björn Blöndal frá Bjartri framtíð. Myndband hvalaskoðunarfyrirtækjanna má sjá hér: Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Oddvitar framboðanna til borgarstjórnar voru spurðir í dag hvort þeir vildu úthýsa hvalveiðibátum úr Reykjavíkurhöfn. Þessu var varpað fram á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar og samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja. Starfsmenn slippsins í Reykjavík hafa atvinnu af því þessa dagana að undirbúa skip Hvals hf. undir næstu hvalveiðivertíð. En hvalirnir skaffa líka öðrum hópum tekjur. Á sama tíma og hvalveiðibátarnir voru skrapaðir og málaðir var fundað í Hörpu um hagsmuni þeirra sem hafa atvinnu af því að sýna ferðamönnum hvali. Talsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna komu sjónarmiðum sínum meðal annars á framfæri í myndbandi þar sem bent var á að yfir 200 manns ynnu við hvalaskoðun og skiluðu fjórum milljörðum í gjaldeyristekjur á ári. Aðalatriðið var þó að lýsa áhyggjum vegna hrefnuveiða nærri hvalaskoðunarsvæðum og spyrja oddvita framboðanna í Reykjavík hvort þeir styddu kröfu samtakanna um að bannsvæði hvalveiða á Faxaflóa yrði stækkað. Og viti menn: Allir frambjóðendur sögðust sammála því, - tóku reyndar fram að þeir réðu þessu ekki, heldur sjávarútvegsráðherra. En þá kom þessi spurning úr sal: Getið þið ekki vísað hvalveiðibátunum burt úr Reykjavíkurhöfn?Allir sögðust sammála því að bannsvæði hvalveiða í Faxaflóa yrði stækkað. Svörin voru loðnari við spurningu um hvort hvalaveiðibátum yrði úthýst úr Reykjavíkurhöfn.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld mátti sjá brot af þeim svörum sem fulltrúar flokkanna gáfu; þau Dagur B. Eggertsson, Samfylkingunni, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Framsóknarflokki, Þorleifur Gunnlaugsson, Dögun, Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, Halldór Halldórsson, Sjálfstæðisflokki, Halldór Auðar Svansson, Pírötum, og S. Björn Blöndal frá Bjartri framtíð. Myndband hvalaskoðunarfyrirtækjanna má sjá hér:
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira