Patti væri til í að spila í kvöld | Óvissa með Sigurberg Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. maí 2014 15:15 Patrekur hefur fulla trú á sínu liði í kvöld. samsett mynd/tryggvi "Ég er alveg furðurólegur hérna heima hjá mér með dóttur minni. Ég fer svo í smá hjólatúr áður en ég fer upp á Ásvelli," segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, fyrir oddaleikinn gegn ÍBV í kvöld. Undirbúningur er hefðbundinn hjá Haukum. Þeir munu snæða lasagne upp á Ásvöllum síðar í dag og svo er myndbandsfundur þar sem línurnar verða lagðar fyrir kvöldið. "Það er alltaf hugsað vel um okkur og við fáum gott að borða. Úlfar á Þrem frökkum eldar oft ofan í okkar af sinni alkunnu snilld og við getum ekki kvartað." Besti leikmaður Hauka, stórskyttan Sigurbergir Sveinsson, meiddist í leiknum út í Eyjum á þriðjudag. "Hann meiddist á hné og það kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld hvernig staðan verður. Hann er ekki alveg góður en mun hita upp og reyna síðan það sem hann getur. Beggi er nagli og fórnar sér eins og möguleiki er," segir Patrekur. Mikil óánægja var hjá Haukum með dómaraparið í síðasta leik - Gísla Hlyn Jóhannsson og Hafstein Ingibergsson - en Patrekur er löngu búinn að afgreiða það mál. "Þeir gerðu mistök í þeim leik en þetta eru góðir dómarar. Hafa dæmt hérna í handboltanum í 20 ár og verið til fyrirmyndar. Ég er löngu búinn að fyrirgefa þeim þetta." Stemningin fyrir oddaleiknum er mikil. Bæði hjá stuðningsmönnum Hauka og ÍBV. Patrekur segir þessa stemningu ekki fara fram hjá sér. "Ég er að fara út að hjóla á eftir en ég er því miður ekki í nógu góðu formi til þess að spila. Mikið svakalega væri það gaman," segir Patrekur léttur og hlær við. "Strákarnir eru frábærir og það er bullandi trú á því að við munum vinna leikinn. Mikið sjálfstraust í okkar liði og við höfum verið í úrslitaleikjum áður. "Það er virkilega gaman að sjá þessa stemningu sem hefur myndast á leikjunum og toppnum verður örugglega náð í kvöld. HSÍ ætti að fá mig og Gunna (Magnússon, þjálfara ÍBV) á markaðsdeildina hjá sér því við kunnum að fylla húsin." Olís-deild karla Tengdar fréttir Tólf ár síðan það voru síðast oddaleikir hjá báðum kynjum Valskonur tókst í gærkvöldi, eins og Eyjamönnum kvöldið áður, að tryggja sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á Stjörnunni á heimavelli í leik fjögur í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna. 15. maí 2014 12:15 Það er allt kolgeggjað í Eyjum "Þetta eru stærstu fólksflutningar frá Eyjum síðan 1973," segir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, en gríðarlegur fjöldi Eyjamanna mun fylgja handboltaliði félagsins upp á land í dag. 15. maí 2014 13:00 Anton og Jónas dæma | Miðasalan opnar klukkan 18.00 Spennustigið í oddaleik kvöldsins á milli Hauka og ÍBV verður örugglega hátt og því veitir ekki af að vera með besta dómarapar landsins á leiknum. 15. maí 2014 14:15 Ræður heimavöllurinn úrslitum enn og aftur? Eyjamenn þurfa að enda sextán leikja sigurgöngu heimaliða í oddaleikjum ætli þeir sér titilinn. 15. maí 2014 06:00 Sigurbergur með flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum í úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deildar karla í handbolta. 15. maí 2014 17:15 Tveir magnaðir hálfleikir hafa komið Eyjamönnum í oddaleik Eyjamenn tryggðu sér oddaleik og hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil í handbolta karla eftir sjö marka sigur á Haukum í Vestmannaeyjum í gær. 14. maí 2014 14:45 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
"Ég er alveg furðurólegur hérna heima hjá mér með dóttur minni. Ég fer svo í smá hjólatúr áður en ég fer upp á Ásvelli," segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, fyrir oddaleikinn gegn ÍBV í kvöld. Undirbúningur er hefðbundinn hjá Haukum. Þeir munu snæða lasagne upp á Ásvöllum síðar í dag og svo er myndbandsfundur þar sem línurnar verða lagðar fyrir kvöldið. "Það er alltaf hugsað vel um okkur og við fáum gott að borða. Úlfar á Þrem frökkum eldar oft ofan í okkar af sinni alkunnu snilld og við getum ekki kvartað." Besti leikmaður Hauka, stórskyttan Sigurbergir Sveinsson, meiddist í leiknum út í Eyjum á þriðjudag. "Hann meiddist á hné og það kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld hvernig staðan verður. Hann er ekki alveg góður en mun hita upp og reyna síðan það sem hann getur. Beggi er nagli og fórnar sér eins og möguleiki er," segir Patrekur. Mikil óánægja var hjá Haukum með dómaraparið í síðasta leik - Gísla Hlyn Jóhannsson og Hafstein Ingibergsson - en Patrekur er löngu búinn að afgreiða það mál. "Þeir gerðu mistök í þeim leik en þetta eru góðir dómarar. Hafa dæmt hérna í handboltanum í 20 ár og verið til fyrirmyndar. Ég er löngu búinn að fyrirgefa þeim þetta." Stemningin fyrir oddaleiknum er mikil. Bæði hjá stuðningsmönnum Hauka og ÍBV. Patrekur segir þessa stemningu ekki fara fram hjá sér. "Ég er að fara út að hjóla á eftir en ég er því miður ekki í nógu góðu formi til þess að spila. Mikið svakalega væri það gaman," segir Patrekur léttur og hlær við. "Strákarnir eru frábærir og það er bullandi trú á því að við munum vinna leikinn. Mikið sjálfstraust í okkar liði og við höfum verið í úrslitaleikjum áður. "Það er virkilega gaman að sjá þessa stemningu sem hefur myndast á leikjunum og toppnum verður örugglega náð í kvöld. HSÍ ætti að fá mig og Gunna (Magnússon, þjálfara ÍBV) á markaðsdeildina hjá sér því við kunnum að fylla húsin."
Olís-deild karla Tengdar fréttir Tólf ár síðan það voru síðast oddaleikir hjá báðum kynjum Valskonur tókst í gærkvöldi, eins og Eyjamönnum kvöldið áður, að tryggja sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á Stjörnunni á heimavelli í leik fjögur í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna. 15. maí 2014 12:15 Það er allt kolgeggjað í Eyjum "Þetta eru stærstu fólksflutningar frá Eyjum síðan 1973," segir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, en gríðarlegur fjöldi Eyjamanna mun fylgja handboltaliði félagsins upp á land í dag. 15. maí 2014 13:00 Anton og Jónas dæma | Miðasalan opnar klukkan 18.00 Spennustigið í oddaleik kvöldsins á milli Hauka og ÍBV verður örugglega hátt og því veitir ekki af að vera með besta dómarapar landsins á leiknum. 15. maí 2014 14:15 Ræður heimavöllurinn úrslitum enn og aftur? Eyjamenn þurfa að enda sextán leikja sigurgöngu heimaliða í oddaleikjum ætli þeir sér titilinn. 15. maí 2014 06:00 Sigurbergur með flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum í úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deildar karla í handbolta. 15. maí 2014 17:15 Tveir magnaðir hálfleikir hafa komið Eyjamönnum í oddaleik Eyjamenn tryggðu sér oddaleik og hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil í handbolta karla eftir sjö marka sigur á Haukum í Vestmannaeyjum í gær. 14. maí 2014 14:45 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Tólf ár síðan það voru síðast oddaleikir hjá báðum kynjum Valskonur tókst í gærkvöldi, eins og Eyjamönnum kvöldið áður, að tryggja sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á Stjörnunni á heimavelli í leik fjögur í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna. 15. maí 2014 12:15
Það er allt kolgeggjað í Eyjum "Þetta eru stærstu fólksflutningar frá Eyjum síðan 1973," segir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, en gríðarlegur fjöldi Eyjamanna mun fylgja handboltaliði félagsins upp á land í dag. 15. maí 2014 13:00
Anton og Jónas dæma | Miðasalan opnar klukkan 18.00 Spennustigið í oddaleik kvöldsins á milli Hauka og ÍBV verður örugglega hátt og því veitir ekki af að vera með besta dómarapar landsins á leiknum. 15. maí 2014 14:15
Ræður heimavöllurinn úrslitum enn og aftur? Eyjamenn þurfa að enda sextán leikja sigurgöngu heimaliða í oddaleikjum ætli þeir sér titilinn. 15. maí 2014 06:00
Sigurbergur með flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum í úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deildar karla í handbolta. 15. maí 2014 17:15
Tveir magnaðir hálfleikir hafa komið Eyjamönnum í oddaleik Eyjamenn tryggðu sér oddaleik og hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil í handbolta karla eftir sjö marka sigur á Haukum í Vestmannaeyjum í gær. 14. maí 2014 14:45