Tíska og hönnun

Magnað tískupartý ZISKU

Marín Manda skrifar
Harpa Einarsdóttir hélt skemmtileg boð í gærkvöldi.
Harpa Einarsdóttir hélt skemmtileg boð í gærkvöldi. Myndir/Birta Rán Björgvinsdóttir
Fatahönnuðurinn, Harpa Einarsdóttir fagnaði afmæli tískumerkisins ZISKU með heljarinnar „avant garde“-tískupartíi á Slippbarnum í gærkvöldi. Boðið var haldið í samvinnu við Johnnie Walker sem vætti kverkar gesta og Bláa Lónið gaf óvænta glaðninga.

Í bíósalnum var frumsýnt ZISKA-vídeóið „JUST RIDE“ sem unnið var í samvinnu við Þórhall Sævarsson og Tjarnargötuna. Fyrirsætur báru flíkur úr nýjustu línu ZISKU og góður andi var í fólkinu sem naut sín við seiðandi tóna og gladdist yfir komandi sumri.

Birta Rán Björgvinsdóttir myndaði fyrirsæturnar og stemninguna.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.