Atletico Madrid Spánarmeistari í tíunda sinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2014 00:01 Atletico Madrid er Spánarmeistari 2014. Vísir/Getty Atletico Madrid tryggði sér Spánarmeistaratitilinn með 1-1 jafntefli gegn Barcelona á Nývangi í dag. Þetta var í tíunda sinn sem liðið verður Spánarmeistari, en það gerðist síðast árið 1996. Fyrir leikinn hafði Atletico Madrid þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar og dugði því jafntefli til að verða meistari. Barcelona þurfti hins vegar að vinna til að verja titilinn sem liðið vann í fyrra. Lið Atletico Madrid varð fyrir miklu áfalli í fyrri hálfleik, en bæði Diego Costa og Arda Turan þurftu að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Í þeirra stað komu Adrian Lopez og Raul Garcia.Alexis Sanchez kom Barcelona yfir með ótrúlegu marki á 34. mínútu. Lionel Messi lagði boltann fyrir Chilemanninn sem skoraði með frábæru skoti úr þröngri stöðu. Staðan var 1-0 í hálfleik, heimamönnum í vil. Gestirnir frá höfuðborginni komu hins vegar mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og David Villa komst nálægt því að jafna þegar skot hans small í stöng Barcelona-marksins. Úrúgvæinn Diego Godin jafnaði leikinn á 49. mínútu með föstum skalla eftir hornspyrnu frá Koke. Barcelona einokaði boltann það sem eftir lifði leiks og sóttu stíft að marki gestanna. Messi skoraði mark eftir rúman klukkutíma, en það var dæmt af vegna rangstöðu. Vörn Atletico stóðst öll áhlaup Börsunga og leikmenn liðsins fögnuðu ógurlega þegar Antonio Mateu, dómari leiksins, flautaði til leiksloka. Atletico Madrid lauk keppni með 90 stig, tveimur stigum meira en Barcelona og Real Madrid. Ótrúlegur árangur hjá Diego Simeone og lærisveinum hans, en eins og er frægt er var Simeone fyrirliði Atletico þegar liðið vann Spánarmeistaratitilinn síðast fyrir 18 árum. Frábært tímabil Atletico Madrid gæti þó orðið enn betra, en eftir viku mætir liðið nágrönnum sínum í Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Leikvangi Ljóssins í Lissabon.Diego Godin skorar markið mikilvæga.Vísir/GettyGodin fagnar jöfnunarmarki sínu.Vísir/GettyDiego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, gat leyft sér að brosa í leikslok.Vísir/GettyMarkvörðurinn Thibaut Courtois fagnar ásamt samherjum sínum.Vísir/GettyTiago og Raul Garcia alsælir með lífið og tilveruna.Vísir/GettyKátir stuðningsmenn Atletico Madrid.Vísir/Getty Spænski boltinn Tengdar fréttir Martino hættur með Barcelona Gerardo "Tata" Martino og Barcelona hafa komist að samkomulagi um að Martino láti af störfum sem þjálfari liðsins. Barcelona greindi frá þessum tíðindum á Twitter-síðu félagsins. 17. maí 2014 19:51 Courtios: Frábært hvernig við komum til baka Þetta var mjög erfiður leikur gegn liði Barcelona sem vissi nákvæmlega hvað það þyrfti að gera í dag. Enginn - eða a.m.k. mjög fáir - höfðu trú á okkur eftir jafnteflið gegn Malaga í síðustu umferð," sagði Thibaut Courtois, markvörður Atletico Madrid, eftir að liðið hafði tryggt sér Spánarmeistaratitilinn í dag með jafntefli gegn Barcelona á Nývangi. 17. maí 2014 19:04 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Sjá meira
Atletico Madrid tryggði sér Spánarmeistaratitilinn með 1-1 jafntefli gegn Barcelona á Nývangi í dag. Þetta var í tíunda sinn sem liðið verður Spánarmeistari, en það gerðist síðast árið 1996. Fyrir leikinn hafði Atletico Madrid þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar og dugði því jafntefli til að verða meistari. Barcelona þurfti hins vegar að vinna til að verja titilinn sem liðið vann í fyrra. Lið Atletico Madrid varð fyrir miklu áfalli í fyrri hálfleik, en bæði Diego Costa og Arda Turan þurftu að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Í þeirra stað komu Adrian Lopez og Raul Garcia.Alexis Sanchez kom Barcelona yfir með ótrúlegu marki á 34. mínútu. Lionel Messi lagði boltann fyrir Chilemanninn sem skoraði með frábæru skoti úr þröngri stöðu. Staðan var 1-0 í hálfleik, heimamönnum í vil. Gestirnir frá höfuðborginni komu hins vegar mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og David Villa komst nálægt því að jafna þegar skot hans small í stöng Barcelona-marksins. Úrúgvæinn Diego Godin jafnaði leikinn á 49. mínútu með föstum skalla eftir hornspyrnu frá Koke. Barcelona einokaði boltann það sem eftir lifði leiks og sóttu stíft að marki gestanna. Messi skoraði mark eftir rúman klukkutíma, en það var dæmt af vegna rangstöðu. Vörn Atletico stóðst öll áhlaup Börsunga og leikmenn liðsins fögnuðu ógurlega þegar Antonio Mateu, dómari leiksins, flautaði til leiksloka. Atletico Madrid lauk keppni með 90 stig, tveimur stigum meira en Barcelona og Real Madrid. Ótrúlegur árangur hjá Diego Simeone og lærisveinum hans, en eins og er frægt er var Simeone fyrirliði Atletico þegar liðið vann Spánarmeistaratitilinn síðast fyrir 18 árum. Frábært tímabil Atletico Madrid gæti þó orðið enn betra, en eftir viku mætir liðið nágrönnum sínum í Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Leikvangi Ljóssins í Lissabon.Diego Godin skorar markið mikilvæga.Vísir/GettyGodin fagnar jöfnunarmarki sínu.Vísir/GettyDiego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, gat leyft sér að brosa í leikslok.Vísir/GettyMarkvörðurinn Thibaut Courtois fagnar ásamt samherjum sínum.Vísir/GettyTiago og Raul Garcia alsælir með lífið og tilveruna.Vísir/GettyKátir stuðningsmenn Atletico Madrid.Vísir/Getty
Spænski boltinn Tengdar fréttir Martino hættur með Barcelona Gerardo "Tata" Martino og Barcelona hafa komist að samkomulagi um að Martino láti af störfum sem þjálfari liðsins. Barcelona greindi frá þessum tíðindum á Twitter-síðu félagsins. 17. maí 2014 19:51 Courtios: Frábært hvernig við komum til baka Þetta var mjög erfiður leikur gegn liði Barcelona sem vissi nákvæmlega hvað það þyrfti að gera í dag. Enginn - eða a.m.k. mjög fáir - höfðu trú á okkur eftir jafnteflið gegn Malaga í síðustu umferð," sagði Thibaut Courtois, markvörður Atletico Madrid, eftir að liðið hafði tryggt sér Spánarmeistaratitilinn í dag með jafntefli gegn Barcelona á Nývangi. 17. maí 2014 19:04 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Sjá meira
Martino hættur með Barcelona Gerardo "Tata" Martino og Barcelona hafa komist að samkomulagi um að Martino láti af störfum sem þjálfari liðsins. Barcelona greindi frá þessum tíðindum á Twitter-síðu félagsins. 17. maí 2014 19:51
Courtios: Frábært hvernig við komum til baka Þetta var mjög erfiður leikur gegn liði Barcelona sem vissi nákvæmlega hvað það þyrfti að gera í dag. Enginn - eða a.m.k. mjög fáir - höfðu trú á okkur eftir jafnteflið gegn Malaga í síðustu umferð," sagði Thibaut Courtois, markvörður Atletico Madrid, eftir að liðið hafði tryggt sér Spánarmeistaratitilinn í dag með jafntefli gegn Barcelona á Nývangi. 17. maí 2014 19:04