Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir skrifar 17. maí 2014 07:00 Síðustu misseri hefur heimspressan verið undirlögð af fréttum af persónunjósnum. Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna fylgist grannt með einkamálum fólks. Séð og heyrt í Danaveldi er grunað um að nýta sér illa fengnar upplýsingar um greiðslukortanotkun fræga fólksins. Allir muna eftir News of the World sem hleruðu síma til upplýsingaöflunar. Hér heima höfum við fengið risaskammt af fréttum af sama toga. Vodafone-lekinn fleygði gríðarlegu magni af persónuupplýsingum út í kosmósið (já, kæri utanríkisráðherra, ég er með kreditkortanúmerið þitt.) Lekamálið úr innanríkisráðuneytinu er á allra vörum og nú á dögunum fengum við fréttir af því að lögreglumaður væri grunaður um að leka upplýsingum úr skýrslubanka lögreglunnar. Á síðustu dögum höfum við svo frétt að það tíðkist að einstaklingar sendi öðrum myndir af sér í samförum, án vitneskju bólfélagans. Pabbi ól mig upp í temmilegri paranóju um einkalíf mitt. Hann er búinn að vera með leyninúmer á farsímanum sínum síðan ég man eftir mér og hann hefur aldrei verið í símaskránni. Þegar ég var sjö ára dró hann ætlað samþykki mitt úr margumtöluðum Gagnagrunni á heilbrigðissviði sem Íslensk erfðagreining vildi koma á fót. Mér hefur oft fundist pabbi fara offari í tilraunum sínum til að halda einkalífi sínu fyrir sig en í dag er ég þakklát. Við getum ekki komið í veg fyrir að svartir sauðir innan lögreglunnar stelist í skýrslurnar okkar. Það munu einhverjir læknar skoða sjúkraskrána án okkar leyfis. Það er möguleiki að símtöl okkar verði hleruð, einhvern tímann á lífsleiðinni. Við getum hins vegar lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að afmá ekki með öllu mörk einkalífs og opinberra upplýsinga, og það tel ég mikilvægt. Við getum sleppt því að „snappa“ mynd af samlífi sem engum kemur við. Við getum takmarkað magn persónuuplýsinga sem við gefum upp í gegnum netið. Ákvörðun um að gefa Íslenskri erfðagreiningu aðgang að sjúkraskýrslum okkar verður að vera tekin að vel ígrunduðu máli. Hér einu sinni voru það bara svikarar sem hjálpuðu Stasí. Nú erum við öll að leka upplýsingum til þeirra sem vilja nota þær. Ekki um nágrannann, heldur um okkur sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lekamálið Snærós Sindradóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun
Síðustu misseri hefur heimspressan verið undirlögð af fréttum af persónunjósnum. Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna fylgist grannt með einkamálum fólks. Séð og heyrt í Danaveldi er grunað um að nýta sér illa fengnar upplýsingar um greiðslukortanotkun fræga fólksins. Allir muna eftir News of the World sem hleruðu síma til upplýsingaöflunar. Hér heima höfum við fengið risaskammt af fréttum af sama toga. Vodafone-lekinn fleygði gríðarlegu magni af persónuupplýsingum út í kosmósið (já, kæri utanríkisráðherra, ég er með kreditkortanúmerið þitt.) Lekamálið úr innanríkisráðuneytinu er á allra vörum og nú á dögunum fengum við fréttir af því að lögreglumaður væri grunaður um að leka upplýsingum úr skýrslubanka lögreglunnar. Á síðustu dögum höfum við svo frétt að það tíðkist að einstaklingar sendi öðrum myndir af sér í samförum, án vitneskju bólfélagans. Pabbi ól mig upp í temmilegri paranóju um einkalíf mitt. Hann er búinn að vera með leyninúmer á farsímanum sínum síðan ég man eftir mér og hann hefur aldrei verið í símaskránni. Þegar ég var sjö ára dró hann ætlað samþykki mitt úr margumtöluðum Gagnagrunni á heilbrigðissviði sem Íslensk erfðagreining vildi koma á fót. Mér hefur oft fundist pabbi fara offari í tilraunum sínum til að halda einkalífi sínu fyrir sig en í dag er ég þakklát. Við getum ekki komið í veg fyrir að svartir sauðir innan lögreglunnar stelist í skýrslurnar okkar. Það munu einhverjir læknar skoða sjúkraskrána án okkar leyfis. Það er möguleiki að símtöl okkar verði hleruð, einhvern tímann á lífsleiðinni. Við getum hins vegar lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að afmá ekki með öllu mörk einkalífs og opinberra upplýsinga, og það tel ég mikilvægt. Við getum sleppt því að „snappa“ mynd af samlífi sem engum kemur við. Við getum takmarkað magn persónuuplýsinga sem við gefum upp í gegnum netið. Ákvörðun um að gefa Íslenskri erfðagreiningu aðgang að sjúkraskýrslum okkar verður að vera tekin að vel ígrunduðu máli. Hér einu sinni voru það bara svikarar sem hjálpuðu Stasí. Nú erum við öll að leka upplýsingum til þeirra sem vilja nota þær. Ekki um nágrannann, heldur um okkur sjálf.