Margir um hituna á Byron Nelson meistaramótinu 17. maí 2014 12:17 Paul Casey lék á alls oddi í gær. Getty Það er óhætt að fullyrða að síðustu tveir dagarnir á Byron Nelson meistaramótinu verði æsispennandi en það er ekki oft sem jafn margir keppendur eru í toppbaráttunni í móti á PGA-mótaröðinni. Þegar að mótið er hálfnað leiðir Bandaríkjamaðurinn Brendon Todd en hann er á átta höggum undir pari eftir að hafa leikið annan hring á Las Colinas vellinum í Texas á 64 höggum eða sex undir pari. Alls eru átta kylfingar jafnir í öðru sæti á sex höggum undir en það eru þeir Graham DeLaet, Morgan Hoffman, Mike Weir, Tim Herron, Mark Leishman, Charles Howell, Martin Kaymer og Paul Casey. Frammistaða Englendingsins Paul Casey vakti mesta athygli á öðrum hring en hann lék á 63 höggum eða sjö undir pari. Ekkert leit út fyrir að Casey myndi skora jafn vel og raun bar vitni á fyrri níu holunum sem hann lék á einu höggi yfir pari en á seinni níu fór hann gjörsamlega á kostum, fékk sex fugla, einn örn aðeins tvö pör. Skor upp á 27 högg á seinni níu var útkoman en þetta er aðeins í níunda sinn sem einhver leikur níu holur á jafn fáum höggum í sögu PGA-mótaraðarinnar. Heimamaðurinn og ungstirnið Jordan Spieth er á þremur höggum undir pari og þarf að eiga góðan hring í dag til þess að vinna sig upp í toppbaráttuna fyrir lokahringinn. Svíinn Peter Hanson sem leiddi mótið eftir fyrsta hring átti ekki góðu gengi að fagna á þeim öðrum sem hann lék á 73 höggum eða þremur yfir. Hann er jafn í 25. sæti á tveimur höggum undir pari samtals. Þriðji hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni í dag og hefst hún klukkan 17:00. Byron Nelson meistaramótið er þó ekki eina mótið sem verður í beinni útsendingu í kvöld en klukkan 23:00 verður skipt yfir á LPGA-mótaröðina þar sem sýnt verður frá Kingsmill meistaramótinu. Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það er óhætt að fullyrða að síðustu tveir dagarnir á Byron Nelson meistaramótinu verði æsispennandi en það er ekki oft sem jafn margir keppendur eru í toppbaráttunni í móti á PGA-mótaröðinni. Þegar að mótið er hálfnað leiðir Bandaríkjamaðurinn Brendon Todd en hann er á átta höggum undir pari eftir að hafa leikið annan hring á Las Colinas vellinum í Texas á 64 höggum eða sex undir pari. Alls eru átta kylfingar jafnir í öðru sæti á sex höggum undir en það eru þeir Graham DeLaet, Morgan Hoffman, Mike Weir, Tim Herron, Mark Leishman, Charles Howell, Martin Kaymer og Paul Casey. Frammistaða Englendingsins Paul Casey vakti mesta athygli á öðrum hring en hann lék á 63 höggum eða sjö undir pari. Ekkert leit út fyrir að Casey myndi skora jafn vel og raun bar vitni á fyrri níu holunum sem hann lék á einu höggi yfir pari en á seinni níu fór hann gjörsamlega á kostum, fékk sex fugla, einn örn aðeins tvö pör. Skor upp á 27 högg á seinni níu var útkoman en þetta er aðeins í níunda sinn sem einhver leikur níu holur á jafn fáum höggum í sögu PGA-mótaraðarinnar. Heimamaðurinn og ungstirnið Jordan Spieth er á þremur höggum undir pari og þarf að eiga góðan hring í dag til þess að vinna sig upp í toppbaráttuna fyrir lokahringinn. Svíinn Peter Hanson sem leiddi mótið eftir fyrsta hring átti ekki góðu gengi að fagna á þeim öðrum sem hann lék á 73 höggum eða þremur yfir. Hann er jafn í 25. sæti á tveimur höggum undir pari samtals. Þriðji hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni í dag og hefst hún klukkan 17:00. Byron Nelson meistaramótið er þó ekki eina mótið sem verður í beinni útsendingu í kvöld en klukkan 23:00 verður skipt yfir á LPGA-mótaröðina þar sem sýnt verður frá Kingsmill meistaramótinu.
Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira