Taekwondo-landsliðið varð Norðurlandameistari Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. maí 2014 21:30 Glæsilegur árangur hjá hópnum. Mynd/Tryggvi Rúnarsson Í gær fór fram Norðurlandamót í taekwondo á Íslandi. Alls mættu tæplega 200 keppendur á öllum aldri til leiks frá öllum Norðurlöndunum. Alls tóku um 60 keppendur frá Íslandi þátt, stærsti hópur sem hingað til hefur keppt á einu móti á vegum landsliðsins og endurspeglar mikla grósku í íþróttirinni. Keppni í bardaga Ísland vann 10 gull í bardaga, mesta fjölda frá upphafi. ÁstrósBrynjarsdóttir, sú unga og efnilega taekwondokona, varði titil sinn frá í fyrra, og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, okkar allra besta taekwondokona og ein sú besta í Evrópu, varð Norðurlandameistari fjórða árið í röð, sem er einstakur árangur. Landsliðsþjálfari Íslands og okkar besti keppandi, MeisamRafiei, vann sinn flokk með miklum yfirburðum og varð Norðurlandameistari. Daníel Jens Pétursson, núverandi Íslandmeistari, vann sterkasta flokk karla örugglega. Bjarni Júlíus Jónsson varð tvöfaldur Norðurlandameistari, bæði í bardaga og formum, og hefur það aldrei gerst áður hjá landsliðinu á NM. Auk þeirra urðu Sverrir Elefsen, Karel Bergmann Gunnarsson, Aldís Inga Richardsdóttir, HerdísÞórðardóttir og SvanurÞórMikaelsson öll Norðurlandameistarar í bardaga. Íslenskir keppendur unnu svo til 11 silfurverðlauna í bardaga.Daníel Jens Pétursson og Kristmundur Gíslason berjast.Mynd/Tryggvi RúnarssonKeppni í formum Ísland vann til þriggja gullverðlauna í formum, og eru þetta fyrstu gullverðlaun Íslands í þeim hluta keppninnar frá upphafi.Eyþór Atli Reynisson, 14 ára bráðefnilegur keppandi frá Ármanni, vann fyrstu gullverðlaun Íslendings á mótinu í formum og markaði þar með tímamót í sögu keppni í formum hjá landsliðinu því fram að því hafði enginn Íslendingur unnið Norðurlandameistaratitill í formum. Stuttu síðar vann Bjarni Júlíus Jónsson gullverðlaun í sínum flokki með minnsta mögulegum mun eftir æsispennandi keppni við Norðmann, en Norðmenn höfðu á að skipa gríðarlega sterku liði í keppni í formum. Í liðakeppni ungmenna unnu svo Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Daníel Aagard Egilsson og Svanur Þór Mikaelsson til gullverðlauna og kórónuðu þannig frábæran dag hjá íslensku keppendunum.Ingibjörg Erla Grétarsdóttir og Daníel Jens Pétursson.Mynd/Tryggvi Rúnarsson Íþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Í gær fór fram Norðurlandamót í taekwondo á Íslandi. Alls mættu tæplega 200 keppendur á öllum aldri til leiks frá öllum Norðurlöndunum. Alls tóku um 60 keppendur frá Íslandi þátt, stærsti hópur sem hingað til hefur keppt á einu móti á vegum landsliðsins og endurspeglar mikla grósku í íþróttirinni. Keppni í bardaga Ísland vann 10 gull í bardaga, mesta fjölda frá upphafi. ÁstrósBrynjarsdóttir, sú unga og efnilega taekwondokona, varði titil sinn frá í fyrra, og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, okkar allra besta taekwondokona og ein sú besta í Evrópu, varð Norðurlandameistari fjórða árið í röð, sem er einstakur árangur. Landsliðsþjálfari Íslands og okkar besti keppandi, MeisamRafiei, vann sinn flokk með miklum yfirburðum og varð Norðurlandameistari. Daníel Jens Pétursson, núverandi Íslandmeistari, vann sterkasta flokk karla örugglega. Bjarni Júlíus Jónsson varð tvöfaldur Norðurlandameistari, bæði í bardaga og formum, og hefur það aldrei gerst áður hjá landsliðinu á NM. Auk þeirra urðu Sverrir Elefsen, Karel Bergmann Gunnarsson, Aldís Inga Richardsdóttir, HerdísÞórðardóttir og SvanurÞórMikaelsson öll Norðurlandameistarar í bardaga. Íslenskir keppendur unnu svo til 11 silfurverðlauna í bardaga.Daníel Jens Pétursson og Kristmundur Gíslason berjast.Mynd/Tryggvi RúnarssonKeppni í formum Ísland vann til þriggja gullverðlauna í formum, og eru þetta fyrstu gullverðlaun Íslands í þeim hluta keppninnar frá upphafi.Eyþór Atli Reynisson, 14 ára bráðefnilegur keppandi frá Ármanni, vann fyrstu gullverðlaun Íslendings á mótinu í formum og markaði þar með tímamót í sögu keppni í formum hjá landsliðinu því fram að því hafði enginn Íslendingur unnið Norðurlandameistaratitill í formum. Stuttu síðar vann Bjarni Júlíus Jónsson gullverðlaun í sínum flokki með minnsta mögulegum mun eftir æsispennandi keppni við Norðmann, en Norðmenn höfðu á að skipa gríðarlega sterku liði í keppni í formum. Í liðakeppni ungmenna unnu svo Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Daníel Aagard Egilsson og Svanur Þór Mikaelsson til gullverðlauna og kórónuðu þannig frábæran dag hjá íslensku keppendunum.Ingibjörg Erla Grétarsdóttir og Daníel Jens Pétursson.Mynd/Tryggvi Rúnarsson
Íþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira