Fótbolti

Ter Stegen mun verja mark Barcelona næsta vetur

Ter Stegen grét er hann kvaddi Mönchengladbach í upphafi mánaðarins.
Ter Stegen grét er hann kvaddi Mönchengladbach í upphafi mánaðarins. vísir/getty
Barcelona er búið að finna sér sinn framtíðarmarkvörð en í dag var formlega tilkynnt um kaupin á þýska markverðinum, Marc-Andre Ter Stegen.

Þetta er 22 ára Þjóðverji og framtíðarmaður hjá þýska landsliðinu. Hann kemur til félagsins frá Borussia Mönchengladbach.

Victor Valdes og Jose Manuel Pinto eru báðir á förum frá félaginu og hinn ungi Ter Stegen er maðurinn sem Börsungar veðja á.

Barcelona má versla leikmenn á meðan áfrýjun félagsins vegna innkaupabanns er tekin fyrir.

Það var nóg að gera á skrifstofu Barcelona í dag en það réð þjálfara, Luis Enrique, og svo skrifaði Lionel Messi sem áður hafði verið tilkynnt um.


Tengdar fréttir

Enrique ráðinn þjálfari Barcelona

Barcelona tilkynnti nú í kvöld að Luis Enrique væri búinn að skrifa undir samning við félagið. Hann verður þjálfari þess næstu tvö árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×