Björt framtíð á Akranesi hefur kynnt lista átján kvenna og karla sem bjóða sig fram til starfa í bæjarstjórn Akraness næstu fjögur árin. Áður hafði framboðið gefið út hverjir skipa fyrstu tíu sætin.
Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir leiðir listann og skipar Svanberg Júlíus Eyþórsson annað sætið. Anna Lára Steindal situr í þriðja sæti listans og Kristín Sigurgeirsdóttir í því fjórða.
Flokkurinn leggur meðal annars áherslu á skólamál og velferð barna, umhverfis- og skipulagsmál og almenn mannréttindi íbúa bæjarins, að er fram kemur í tilkynningu flokksins.
Kosningamiðstöð Bjartrar framtíðar opnar formlega sunnudaginn 4.maí klukkan 13-15 að Stillholti 16-18.
Framboðslisti Bjartrar framtíðar á Akranesi er eftirfarandi:
1. Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir, grunnskólakennari
2. Svanberg Júlíus Eyþórsson, verkamaður hjá Elkem
3. Anna Lára Steindal, verkefnastjóri mannréttindamála
4. Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari
5. Starri Reynisson, framhaldsskólanemi
6. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, húsmóðir og handverkskona
7. Þórunn María Örnólfsdóttir, sagnfræðinemi
8. Bjarki Þór Aðalsteinsson, verkamaður hjá Norðuráli
9. Kristinn Pétursson, kerfisstjóri og grafískur hönnuður
10. Patrycja Szalkowicz, tónlistarkennari
11. Bjargey Halla Sigurðardóttir, iðjuþjálfi
12. Sigríður Havsteen Elliðadóttir, söngkennari
13. Magnús Heiðarr Björgvinsson, vélvirki hjá Elkem
14. Erna Sigríður Ragnarsdóttir, vaktstjóri
15. Björgvin Þorvaldsson, umsjónarmaður verkbókhalds
16. Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
17. Elísabet Rut Heimisdóttir, háskólanemi og starfskona á leiksk. Akraseli
18. Ingunn Anna Jónasdóttir, eftirlaunaþegi – heiðurssæti

