Fótbolti

Óvæntur sigur Levante á Atletico Madrid

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. Vísir/AFP
Levante hleypti toppbaráttunni í spænsku úrvalsdeildinni upp í háaloft með 2-0 heimasigri á toppliði Atletico Madrid í dag. Atletico Madrid hefur ekki unnið á heimavelli Levante frá tímabilinu 2007-08.

Levante komst yfir á 7. mínútu þegar bakvörðurinn Filipe Luis setti boltann í eigið mark.

Diego Simeone skipti Adrian Lopez og Arda Turan inn á í hálfleik og Atletico-menn sóttu stíft í seinni hálfleik, en það var hins vegar David Barral sem tvöfaldaði forystu Levante með marki á 69. mínútu.

Atletico Madrid er enn á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með 88 stig, þremur fleiri en Barcelona og sex stigum fleiri en Real Madrid sem á tvo leiki inni á bæði Atletico og Barcelona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×