Telja ólíklegt að þingsályktun um slit verði afgreidd 3. maí 2014 13:57 Vilhjálmur Bjarnason vísir/stefán Stjórnarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja mjög ósennilegt að það takist að ljúka við gerð og samþykkja þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið á yfirstandandi þingi. Aðeins þrír nefndardagar eru eftir hjá Alþingi á yfirstandandi þingi en þeir eru allir í næstu viku, á mánudag, miðvikudag og fimmtudag. Utanríkismálanefnd hefur ekki enn lokið umsögn við þingsályktunartillögu um slit viðræðna við Evrópusambandið. Alþingismenn fengu í gær afhentar 53.555 undirskriftir sem söfnuðust undir áskorun til þingsins um að leggja til hliðar þessa þingsályktun. Þeir stjórnarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja ósennilegt að það takist að ljúka umsögn utanríkismálanefndar og greiða atkvæði um þingsályktunartillögu, mögulega í breyttri mynd, á þeim stutta tíma sem eftir er, en mjög mörg önnur mál eru á dagskrá utanríkisrmálanefndar.Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins er annar varaformaður utanríkismálanefndar. „Ég tel að nefndin geti alveg klárað umsögn ef að vilji stendur til en það er hinsvegar margt órætt ennþá. Síðast þegar þetta var rætt á fundi utanríkismálanefndar þá voru margar gestakomur fyrirhugaðar. En það er ýmislegt hægt á einni viku ef vilji er fyrir hendi,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segist ekki skynja áhuga á því að svæfa málið áfram í nefndinni og skilja það eftir. „Ef vilji er til þá tel ég nú að það sé meirihluti á þingi en hinsvegar þá kostar það töluvert. Sjálfstæðisflokkurinn er stærri en þingflokkurinn.“ Þeir þingmenn sem tjá sig um málið í óformlegum samtölum segja þó að ósennilegt sé að það takist að klára málið. Of stuttur tími sé til stefnu. Þingsályktun um slit viðræðna er ekki á dagskrá utanríkismálanefndar á mánudag en búist er við að málið verði til umræðu á miðvikudag og fimmtudag. Ekki hefur náðst í Birgi Ármannsson, formann utanríkismálanefndar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fimm þingfundir eru eftir en þingi verður frestað hinn 16. maí næstkomandi. ESB-málið Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Stjórnarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja mjög ósennilegt að það takist að ljúka við gerð og samþykkja þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið á yfirstandandi þingi. Aðeins þrír nefndardagar eru eftir hjá Alþingi á yfirstandandi þingi en þeir eru allir í næstu viku, á mánudag, miðvikudag og fimmtudag. Utanríkismálanefnd hefur ekki enn lokið umsögn við þingsályktunartillögu um slit viðræðna við Evrópusambandið. Alþingismenn fengu í gær afhentar 53.555 undirskriftir sem söfnuðust undir áskorun til þingsins um að leggja til hliðar þessa þingsályktun. Þeir stjórnarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja ósennilegt að það takist að ljúka umsögn utanríkismálanefndar og greiða atkvæði um þingsályktunartillögu, mögulega í breyttri mynd, á þeim stutta tíma sem eftir er, en mjög mörg önnur mál eru á dagskrá utanríkisrmálanefndar.Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins er annar varaformaður utanríkismálanefndar. „Ég tel að nefndin geti alveg klárað umsögn ef að vilji stendur til en það er hinsvegar margt órætt ennþá. Síðast þegar þetta var rætt á fundi utanríkismálanefndar þá voru margar gestakomur fyrirhugaðar. En það er ýmislegt hægt á einni viku ef vilji er fyrir hendi,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segist ekki skynja áhuga á því að svæfa málið áfram í nefndinni og skilja það eftir. „Ef vilji er til þá tel ég nú að það sé meirihluti á þingi en hinsvegar þá kostar það töluvert. Sjálfstæðisflokkurinn er stærri en þingflokkurinn.“ Þeir þingmenn sem tjá sig um málið í óformlegum samtölum segja þó að ósennilegt sé að það takist að klára málið. Of stuttur tími sé til stefnu. Þingsályktun um slit viðræðna er ekki á dagskrá utanríkismálanefndar á mánudag en búist er við að málið verði til umræðu á miðvikudag og fimmtudag. Ekki hefur náðst í Birgi Ármannsson, formann utanríkismálanefndar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fimm þingfundir eru eftir en þingi verður frestað hinn 16. maí næstkomandi.
ESB-málið Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir