Krefjast þess að Hanna Birna segi af sér Stefán Árni Pálsson skrifar 5. maí 2014 15:43 Stefán Rafn Sigurbjörnsson, formaður Ungra jafnaðarmanna og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Ungir jafnaðarmenn samþykktu í dag ályktun af miðstjórn um að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, eigi að segja af sér ráðherraembætti vegna ófaglegra vinnubragða í máli hælisleitandans Tony Omos. Fram kemur í ályktuninni að Hanna Birna Kristjánsdóttir og aðstoðarmenn hennar hafi ítrekað sagt ósatt um minnisblað um hælisleitandann Tony Omos, sem lekið var til fjölmiðla. „Í minnisblaðinu koma fram viðkvæmar persónuupplýsingar um hælisleitandann, barnsmóður hans og aðra aðila. Tilgangurinn með minnisblaðinu, sem gert var að kröfu yfirstjórnar ráðuneytisins, var augljóslega að sverta mannorð Tonys, sem senda átti úr landi,“ segir í ályktuninni. Ungir jafnaðarmenn vilja meina að á Alþingi þann 27. janúar síðastliðinn hafi Hanna Birna þvertekið fyrir að minnisblaðið væri til í ráðuneytinu. „Nýjar upplýsingar í málinu sýna hins vegar að skrifstofustjóri ráðuneytisins lét útbúa minnisblaðið sem hann sendi Hönnu Birnu og aðstoðarmönnum hennar í tölvupósti. Þar að auki var minnisblaðið vistað á opnu drifi innan ráðuneytisins. Því liggur fyrir að Hanna Birna var fullkomlega meðvituð um tilvist minnisblaðsins.“ Einnig kemur fram í ályktuninni að auk þess að segja ósatt um vitneskju sína um minnisblaðið hafi Hanna Birna og aðstoðarmenn hennar varpað fram þeirri hugmynd að minnisblaðið hafi komið frá pólitískum andstæðingum hennar. „Einnig hafa þau ítrekað sakað fjölmiðla um rógburð í garð ráðherrans. Í lýðræðisríki er það óboðlegt að ráðherra ráðist með þessum hætti að fjölmiðlum vegna eðlilegrar umfjöllunar um störf hans.“ Ungir jafnaðarmenn telja að Hanna Birna hafi fyrirgert trausti þjóðarinnar með því að fara viljandi með rangt mál í fjölmiðlum og í ræðustól Alþingis. „Hanna Birna hefur jafnframt ekki nálgast málið af æðruleysi heldur þvert á móti unnið markvisst gegn því að ráðuneyti hennar verði tekið til rannsóknar. Þá hefur hún ráðist á fjölmiðla og reynt að kæfa eðlilega lýðræðislega umræðu um málið. Öllum má vera það ljóst að slík vinnubrögð eru með öllu ólíðandi fyrir ráðherra, þess þá heldur ráðherra dómsmála. Ungir jafnaðarmenn krefjast því þess að Hanna Birna segi af sér án tafar.“ Lekamálið Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn samþykktu í dag ályktun af miðstjórn um að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, eigi að segja af sér ráðherraembætti vegna ófaglegra vinnubragða í máli hælisleitandans Tony Omos. Fram kemur í ályktuninni að Hanna Birna Kristjánsdóttir og aðstoðarmenn hennar hafi ítrekað sagt ósatt um minnisblað um hælisleitandann Tony Omos, sem lekið var til fjölmiðla. „Í minnisblaðinu koma fram viðkvæmar persónuupplýsingar um hælisleitandann, barnsmóður hans og aðra aðila. Tilgangurinn með minnisblaðinu, sem gert var að kröfu yfirstjórnar ráðuneytisins, var augljóslega að sverta mannorð Tonys, sem senda átti úr landi,“ segir í ályktuninni. Ungir jafnaðarmenn vilja meina að á Alþingi þann 27. janúar síðastliðinn hafi Hanna Birna þvertekið fyrir að minnisblaðið væri til í ráðuneytinu. „Nýjar upplýsingar í málinu sýna hins vegar að skrifstofustjóri ráðuneytisins lét útbúa minnisblaðið sem hann sendi Hönnu Birnu og aðstoðarmönnum hennar í tölvupósti. Þar að auki var minnisblaðið vistað á opnu drifi innan ráðuneytisins. Því liggur fyrir að Hanna Birna var fullkomlega meðvituð um tilvist minnisblaðsins.“ Einnig kemur fram í ályktuninni að auk þess að segja ósatt um vitneskju sína um minnisblaðið hafi Hanna Birna og aðstoðarmenn hennar varpað fram þeirri hugmynd að minnisblaðið hafi komið frá pólitískum andstæðingum hennar. „Einnig hafa þau ítrekað sakað fjölmiðla um rógburð í garð ráðherrans. Í lýðræðisríki er það óboðlegt að ráðherra ráðist með þessum hætti að fjölmiðlum vegna eðlilegrar umfjöllunar um störf hans.“ Ungir jafnaðarmenn telja að Hanna Birna hafi fyrirgert trausti þjóðarinnar með því að fara viljandi með rangt mál í fjölmiðlum og í ræðustól Alþingis. „Hanna Birna hefur jafnframt ekki nálgast málið af æðruleysi heldur þvert á móti unnið markvisst gegn því að ráðuneyti hennar verði tekið til rannsóknar. Þá hefur hún ráðist á fjölmiðla og reynt að kæfa eðlilega lýðræðislega umræðu um málið. Öllum má vera það ljóst að slík vinnubrögð eru með öllu ólíðandi fyrir ráðherra, þess þá heldur ráðherra dómsmála. Ungir jafnaðarmenn krefjast því þess að Hanna Birna segi af sér án tafar.“
Lekamálið Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira