Hreggnasi áfram með Laxá í Kjós Karl Lúðvíksson skrifar 5. maí 2014 18:49 Laxi landað í Kvíslafossi í Laxá í Kjós Mynd: www.hreggnasi.is Veiðifélag Kjósarhrepps og Veiðifélagið Hreggnasi ehf hafa framlengt samning um veiðirétt Laxár í Kjós og Bugðu til næstu fimm ára. Laxá í Kjós og Bugða eru meðal þekktustu og gjöfulustu laxveiðiáa landsins en heildarveiðin í ánni í fyrra var 1281 lax. Eingöngu er veitt á flugu í ánni og sleppihlutfallið á veiddum laxi er með því hæsta á landinu. Hreggnasi hefur haft aðkomu að vatnasvæðinu frá árinu 2006. Á þeim tíma hafa verið gerðar miklar breytingar á aðbúnaði veiðimanna, ekki síst með byggingu glæsilegs veiðihúss árið 2007. Eins hafa verið gerðar breytingar á fyrirkomulagi veiða á vantasvæðinu sem fallið hafa veiðimönnum vel í geð, því sala veiðileyfa fyrir sumarið hefur gengið mjög vel. Vorveiðin verður áfram á boðstólnum en hún er einkar eftirsótt og dæmi eru um að veiðimenn sem vilja veiða hana á næsta ári að vori til séu þegar farnir að reyna festa sér daga enda komast þarna færri að en vilja. Stangveiði Mest lesið Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Rangárnar með yfirburði í veiðitölum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Sandá merkt í bak og fyrir Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði 99,4 sm lax úr Sandá í Þjórsárdal í gær Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði
Veiðifélag Kjósarhrepps og Veiðifélagið Hreggnasi ehf hafa framlengt samning um veiðirétt Laxár í Kjós og Bugðu til næstu fimm ára. Laxá í Kjós og Bugða eru meðal þekktustu og gjöfulustu laxveiðiáa landsins en heildarveiðin í ánni í fyrra var 1281 lax. Eingöngu er veitt á flugu í ánni og sleppihlutfallið á veiddum laxi er með því hæsta á landinu. Hreggnasi hefur haft aðkomu að vatnasvæðinu frá árinu 2006. Á þeim tíma hafa verið gerðar miklar breytingar á aðbúnaði veiðimanna, ekki síst með byggingu glæsilegs veiðihúss árið 2007. Eins hafa verið gerðar breytingar á fyrirkomulagi veiða á vantasvæðinu sem fallið hafa veiðimönnum vel í geð, því sala veiðileyfa fyrir sumarið hefur gengið mjög vel. Vorveiðin verður áfram á boðstólnum en hún er einkar eftirsótt og dæmi eru um að veiðimenn sem vilja veiða hana á næsta ári að vori til séu þegar farnir að reyna festa sér daga enda komast þarna færri að en vilja.
Stangveiði Mest lesið Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Rangárnar með yfirburði í veiðitölum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Sandá merkt í bak og fyrir Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði 99,4 sm lax úr Sandá í Þjórsárdal í gær Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði