Volkswagen íhugar retro-bílalínu Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2014 09:45 Volkswagen Bulli. Einskonar hliðarmerki stóru bílaframleiðendanna er að verða að tísku nú um mundir, sérstaklega þýsku bílaframleiðendanna. BMW hefur framleitt i-fjölskyldu rafmagnsbíla sinna, Audi virðist ætla að búa til fjölskyldu TT-bíla sinna og Mercedes Benz virðist ætla að halda merki hins áður aflagða Maybach merkis á lofti á efsta og dýrast þrepi S-línu bíla sinna. Og núna virðist Volkswagen ætla að búa til litla fjölskyldu retro-bíla sem fylgja í fótspor endurvakningar Bjöllunnar frægu. Næsta skref Volkswagen þar virðist líklega fólgið í endurvakningu á Rúgbrauðinu með bíl sem fengi nafnið Bulli Microbus, en bílablaðið Autobild greinir frá þessu. Auk þess ætlar Volkswagen að kynna nýja gerð Bjöllunnar með sportlegri og lægri þaklínu og þá væntanlega með öflugum vélum. Kemur þetta kannski ekki á óvart ef mið er tekið af vinsældum Bjöllunar. Ást margra á Rúgbrauðinu er þó líkleg til að tryggja góða sölu á farartæki sem líkist þeim goðsagnarkennda bíl. Afturhvarf til fortíðar Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent
Einskonar hliðarmerki stóru bílaframleiðendanna er að verða að tísku nú um mundir, sérstaklega þýsku bílaframleiðendanna. BMW hefur framleitt i-fjölskyldu rafmagnsbíla sinna, Audi virðist ætla að búa til fjölskyldu TT-bíla sinna og Mercedes Benz virðist ætla að halda merki hins áður aflagða Maybach merkis á lofti á efsta og dýrast þrepi S-línu bíla sinna. Og núna virðist Volkswagen ætla að búa til litla fjölskyldu retro-bíla sem fylgja í fótspor endurvakningar Bjöllunnar frægu. Næsta skref Volkswagen þar virðist líklega fólgið í endurvakningu á Rúgbrauðinu með bíl sem fengi nafnið Bulli Microbus, en bílablaðið Autobild greinir frá þessu. Auk þess ætlar Volkswagen að kynna nýja gerð Bjöllunnar með sportlegri og lægri þaklínu og þá væntanlega með öflugum vélum. Kemur þetta kannski ekki á óvart ef mið er tekið af vinsældum Bjöllunar. Ást margra á Rúgbrauðinu er þó líkleg til að tryggja góða sölu á farartæki sem líkist þeim goðsagnarkennda bíl. Afturhvarf til fortíðar
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent