Volkswagen græðir á Audi og Porsche Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2014 13:15 Audi S3 Cabriolet. Fyrsti ársfjórðungur Volkswagen bílasamstæðunnar var gjöfull og þar hjálpaði mikið góður árangur Audi og Porsche. Hagnaður jókst um 22% frá fyrra ári og nam hann 485 milljörðum króna fyrir skatta, þó svo velta fyrirtækisins hafi einungis vaxið um 3% á þessum fyrsta ársfjórðungi ársins. Aukin sala bíla Audi ( 12%) og Porsche (5%) í Evrópu auk góðrar sölu þessara bílamerkja á öðrum mörkuðum vógu mikið, en Volkswagen merkið sjálft skilaði 25% minni hagnaði en árið áður og nam aðeins 68 milljörðum, eða 14% heildarhagnaðarins. Starfsemi Audi lagði hinsvegar til 202 milljarða króna og Porsche 108 milljarða króna til móðurfélagsins. Bentley skilaði einnig hagnaði uppá 7 milljarða króna og Skoda 29 milljarða. Seat var eina undirmerki Volkswagen samstæðunnar sem var rekið með tapi, uppá 5,5 milljarða, en tap þess minnkaði þó um 22% milli ára. Mikill hagnaður er af hverjum bíl sem Porsche selur. Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent
Fyrsti ársfjórðungur Volkswagen bílasamstæðunnar var gjöfull og þar hjálpaði mikið góður árangur Audi og Porsche. Hagnaður jókst um 22% frá fyrra ári og nam hann 485 milljörðum króna fyrir skatta, þó svo velta fyrirtækisins hafi einungis vaxið um 3% á þessum fyrsta ársfjórðungi ársins. Aukin sala bíla Audi ( 12%) og Porsche (5%) í Evrópu auk góðrar sölu þessara bílamerkja á öðrum mörkuðum vógu mikið, en Volkswagen merkið sjálft skilaði 25% minni hagnaði en árið áður og nam aðeins 68 milljörðum, eða 14% heildarhagnaðarins. Starfsemi Audi lagði hinsvegar til 202 milljarða króna og Porsche 108 milljarða króna til móðurfélagsins. Bentley skilaði einnig hagnaði uppá 7 milljarða króna og Skoda 29 milljarða. Seat var eina undirmerki Volkswagen samstæðunnar sem var rekið með tapi, uppá 5,5 milljarða, en tap þess minnkaði þó um 22% milli ára. Mikill hagnaður er af hverjum bíl sem Porsche selur.
Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent