Tekist á í bæjarstjórn Reykjanesbæjar Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2014 10:29 Meirihluti bæjarstjórnar vill spyrja íbúa hvort þeir vilji aukna þjónustu. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á bæjarstjórnarfundi í gær þá tillögu meirihlutans að spyrja íbúa samhliða sveitarstjórnarkosningum um þjónustustig heilsugæslunnar í bænum. Miklar umræður sköpuðust í bæjarstjórn um tillöguna. Minnihlutinn sem samanstendur af Framsóknarflokki, Samfylkingu og óháðum og Gunnari Þórarinssyni var mótfallin tillögunni. Töldu þau hana óvandaða og óábyrga. Tillaga að spurningu sem meirihluti Sjálfstæðisflokks samþykkti hljóðar svona: „Telur þú þörf á að bæta þjónustu heilsugæslunnar í Reykjanesbæ?“ Svarmöguleikar sem íbúum er gefið eru Já, Nei, og Veit ekki. Fulltrúar Samfylkingarinnar og óháðra voru einnig á móti tillögunni og bókuðu eftirfarandi: „Eins og alþjóð veit þá stendur Reykjanesbær mjög illa fjárhagslega og ekki á bætandi að stökkva út í óvissuna með því að fara að reka heilsugæslu fyrir ríkið sem borgar ílla og seint eins og raunin er með hjúkrunarþjónustu á Suðurnesjum. Við efumst um að tillagan sé lögð fram alfarið með hagsmuni íbúa Reykjanesbæjar í huga. Um er að ræða óábyrga tillögu sem kastar ryki í augu kjósenda með þann undirliggjandi tilgang að einkavæða eina af grunnstöðum samfélagsins, heilsugæsluna,“ segir í bókun Samfylkingar og óháðraÁrni Sigfússon, bæjarstjóriFramsóknarmaðurinn Kristinn Þór Jakobsson var á sömu skoðun og mótmælti harðlega tillögu meirihlutans. Hann vildi meina að frestur sé liðinn samkvæmt sveitarstjórnarlögum að boða til atkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor og því tæknilega ómögulegt að framkvæma tillögu meirihlutans. „Tillaga bæjarstjóra, Árna Sigfússonar, um íbúakosningu samhliða sveitarstjórnarkosningunum 31. maí er tilraun til að færa kosningamál Sjálfstæðismanna inn í kjörklefann á kjördag. Lengra í kosningaáróðri á kjörstað verður ekki seilst. Í skjóli naums meirihlutavalds hafa þeir ákveðið að gera lítið úr hugtakinu íbúalýðræði,“ segir í bókun Kristins. Gunnar Þórarinsson sem situr í bæjarstjórn í umboði Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði á móti tillögunni, Gunnar klauf sig frá Sjálfstæðisflokknum fyrir skömmu og býður fram undir merkjum Frjáls afls í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann telur spurninguna leiðandi og ekkert fáist út úr svörum íbúanna sem hægt sé að vinna með. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á bæjarstjórnarfundi í gær þá tillögu meirihlutans að spyrja íbúa samhliða sveitarstjórnarkosningum um þjónustustig heilsugæslunnar í bænum. Miklar umræður sköpuðust í bæjarstjórn um tillöguna. Minnihlutinn sem samanstendur af Framsóknarflokki, Samfylkingu og óháðum og Gunnari Þórarinssyni var mótfallin tillögunni. Töldu þau hana óvandaða og óábyrga. Tillaga að spurningu sem meirihluti Sjálfstæðisflokks samþykkti hljóðar svona: „Telur þú þörf á að bæta þjónustu heilsugæslunnar í Reykjanesbæ?“ Svarmöguleikar sem íbúum er gefið eru Já, Nei, og Veit ekki. Fulltrúar Samfylkingarinnar og óháðra voru einnig á móti tillögunni og bókuðu eftirfarandi: „Eins og alþjóð veit þá stendur Reykjanesbær mjög illa fjárhagslega og ekki á bætandi að stökkva út í óvissuna með því að fara að reka heilsugæslu fyrir ríkið sem borgar ílla og seint eins og raunin er með hjúkrunarþjónustu á Suðurnesjum. Við efumst um að tillagan sé lögð fram alfarið með hagsmuni íbúa Reykjanesbæjar í huga. Um er að ræða óábyrga tillögu sem kastar ryki í augu kjósenda með þann undirliggjandi tilgang að einkavæða eina af grunnstöðum samfélagsins, heilsugæsluna,“ segir í bókun Samfylkingar og óháðraÁrni Sigfússon, bæjarstjóriFramsóknarmaðurinn Kristinn Þór Jakobsson var á sömu skoðun og mótmælti harðlega tillögu meirihlutans. Hann vildi meina að frestur sé liðinn samkvæmt sveitarstjórnarlögum að boða til atkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor og því tæknilega ómögulegt að framkvæma tillögu meirihlutans. „Tillaga bæjarstjóra, Árna Sigfússonar, um íbúakosningu samhliða sveitarstjórnarkosningunum 31. maí er tilraun til að færa kosningamál Sjálfstæðismanna inn í kjörklefann á kjördag. Lengra í kosningaáróðri á kjörstað verður ekki seilst. Í skjóli naums meirihlutavalds hafa þeir ákveðið að gera lítið úr hugtakinu íbúalýðræði,“ segir í bókun Kristins. Gunnar Þórarinsson sem situr í bæjarstjórn í umboði Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði á móti tillögunni, Gunnar klauf sig frá Sjálfstæðisflokknum fyrir skömmu og býður fram undir merkjum Frjáls afls í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann telur spurninguna leiðandi og ekkert fáist út úr svörum íbúanna sem hægt sé að vinna með.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira