Fljúgandi þrívíddarprentarar gegn geislavirkni Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2014 00:19 Mynd/Skjáskot Verkfræðingar í Bretlandi hafa þróað sjálfvirka fljúgandi þrívíddarprentara sem gætu notast til að verja fólk gegn geislavirkum úrgangi. Drónarnir geta prentað slímugu efni utan um hættulega hluti og flogið síðan með þá á örugg svæði. Hönnuðir vélanna vonast til þess að í framtíðinni geti þær prentað hreiður í tré sem geri þeim kleift að endurhlaða rafhlöður sínar. Frá þessu var sagt á vef BBC. Drónarnir eru sjálfvirkir og fljúga eftir gps hnitum og fyrirmynd vélmennanna fljúgandi eru fuglar sem byggja sér hreiður úr munnvatni. Á myndbandi sem verkfræðingahópurinn birti nýverið má sjá dróna með fjóra hreyfla fljúga upp að kassa og sprauta á hann límkenndu efni og fljúga svo burt. Eftir það kemur dróni með sex hreyfla og lendir á kassanum og er þar á meðan límið harðnar. Því næst flýgur hann með kassann á brott. Sérfræðingur sem BBC ræddi við gaf nú ekki mikið út á þrívíddarprentun drónanna, en sagði framtíðarmöguleika vélanna vera mikla og mögulega væri hægt að nota þá til að laga brýr og önnur mannvirki úr lofti. Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Verkfræðingar í Bretlandi hafa þróað sjálfvirka fljúgandi þrívíddarprentara sem gætu notast til að verja fólk gegn geislavirkum úrgangi. Drónarnir geta prentað slímugu efni utan um hættulega hluti og flogið síðan með þá á örugg svæði. Hönnuðir vélanna vonast til þess að í framtíðinni geti þær prentað hreiður í tré sem geri þeim kleift að endurhlaða rafhlöður sínar. Frá þessu var sagt á vef BBC. Drónarnir eru sjálfvirkir og fljúga eftir gps hnitum og fyrirmynd vélmennanna fljúgandi eru fuglar sem byggja sér hreiður úr munnvatni. Á myndbandi sem verkfræðingahópurinn birti nýverið má sjá dróna með fjóra hreyfla fljúga upp að kassa og sprauta á hann límkenndu efni og fljúga svo burt. Eftir það kemur dróni með sex hreyfla og lendir á kassanum og er þar á meðan límið harðnar. Því næst flýgur hann með kassann á brott. Sérfræðingur sem BBC ræddi við gaf nú ekki mikið út á þrívíddarprentun drónanna, en sagði framtíðarmöguleika vélanna vera mikla og mögulega væri hægt að nota þá til að laga brýr og önnur mannvirki úr lofti.
Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira