Viðskipti erlent

Fljúgandi þrívíddarprentarar gegn geislavirkni

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Skjáskot
Verkfræðingar í Bretlandi hafa þróað sjálfvirka fljúgandi þrívíddarprentara sem gætu notast til að verja fólk gegn geislavirkum úrgangi. Drónarnir geta prentað slímugu efni utan um hættulega hluti og flogið síðan með þá á örugg svæði.

Hönnuðir vélanna vonast til þess að í framtíðinni geti þær prentað hreiður í tré sem geri þeim kleift að endurhlaða rafhlöður sínar.

Frá þessu var sagt á vef BBC.

Drónarnir eru sjálfvirkir og fljúga eftir gps hnitum og fyrirmynd vélmennanna fljúgandi eru fuglar sem byggja sér hreiður úr munnvatni.

Á myndbandi sem verkfræðingahópurinn birti nýverið má sjá dróna með fjóra hreyfla fljúga upp að kassa og sprauta á hann límkenndu efni og fljúga svo burt. Eftir það kemur dróni með sex hreyfla og lendir á kassanum og er þar á meðan límið harðnar. Því næst flýgur hann með kassann á brott.

Sérfræðingur sem BBC ræddi við gaf nú ekki mikið út á þrívíddarprentun drónanna, en sagði framtíðarmöguleika vélanna vera mikla og mögulega væri hægt að nota þá til að laga brýr og önnur mannvirki úr lofti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×