Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 28-23 | ÍBV í úrslit með stæl Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 1. maí 2014 00:01 Vísir/Daníel ÍBV er komið í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla gegn Haukum eftir öruggan sigur á Val í Eyjum í dag. Leikurinn var skemmtun frá fyrstu mínútu til þeirrar seinustu en Hvítu riddararnir, eins og stuðningsmenn ÍBV kalla sig, halda áfram að toppa sig í hverjum leik og eru svo sannarlega áttundi maðurinn fyrir Eyjamenn. Mörkin létu bíða eftir sér í dag því að markaskor liðanna var frekar lágt í upphafi leiks. Valsmenn komust í tvígang tveimur mörkum yfir en þeir spiluðu ógnvænlegan sóknarleik, fyrri helminn fyrri hálfleiks. Eftir það sýndi Agnar Smári Jónsson sitt rétta andlit og skaut uppeldisfélag sitt í kaf en Agnar Smári er á láni frá Valsmönnum. Kolbeinn Aron Arnarson, markvörður Eyjamanna, átti frábæran leik en hann varði hvert skotið á fætur öðru í marki heimamanna. Þegar Valsmenn komust í 5-6 skiptu Eyjamenn um gír og skoruðu fimm mörk í röð, á þeim kafla varði Kolbeinn vítakast frá Finni Inga Stefánssyni sem hafði verið frábær í fyrri viðureignum liðanna. Allt virtist ætla að ganga upp hjá heimamönnum undir lok fyrri hálfleiks en nokkuð vel tókst til að smala fólki á leikinn og mættu hátt í 1.000 manns. ÍBV leiddi leikinn með fimm mörkum í leikhléi eftir að hornamenn liðsins, þeir Theodór Sigurbjörnsson og Grétar Þór Eyþórsson röðuðu inn mörkunum. Heimamenn héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik en þá komust þeir átta mörkum yfir stuttu eftir að flautað var til síðari hálfleiks. Ólafur Stefánsson og Ragnar Óskarsson virtust vera ráðalausir á hliðarlínunni en þjálfarar heimamanna höfðu svör við öllum sóknar- og varnaraðgerðum þeirra. Valsmenn eygðu von þegar að um tíu mínútur voru eftir en þá tókst þeim að skora þrjú mörk í röð og minnka muninn niður í þrjú mörk. Eyjamenn nýttu sínar sóknir vel og voru alls ekki að flýta sér en þeim tókst samt að raða inn mörkunum með markahæsta mann leiksins, Theodór Sigurbjörnsson fremstan í flokki. Eftir því sem sóknirnar lengdust leið tíminn og Eyjamenn sigldu heim nokkuð þægilegum fimm marka sigri sem þeir fögnuðu vel og innilega með stuðningsmönnum sínum að leik loknum. Lokatölur voru 28-23 og fara Eyjamenn því í úrslitaeinvígið gegn Haukum.Ólafur Stefánsson: Lélegar sóknarákvarðanir „Fyrst og fremst náum við ekki að leysa vörnina þeirra, þeir fá prik fyrir það eins og ég hef oft sagt. Það var ekki fyrr en við tókum vestið á þetta sem það fór aðeins að rúlla en við erum fyrst og fremst að tapa á lélegum sóknarákvörðunum,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsara, eftir leik sinna manna gegn Eyjamönnum í dag. „Við erum alveg með þá í vörninni en við bara skorum ekki. Þeir eru að skora úr einhverjum hraðaupphlaupum og komast í sjö marka forskot, eftir það settum við vestið inn á en vörnin var allan tímann solid og við gáfumst aldrei upp.“ „Við þökkum ÍBV fyrir góðan „fight“ við hefðum getað gert okkur þetta aðeins auðveldara og klárað þetta í seinasta leik,“ bætti Ólafur við en hann vill meina að leikmenn hans séu orðnir betri leikmenn en þegar hann tók við liðinu og bað sína menn að afsaka allar þær villur sem hann hafði gert á árinu.Arnar Pétursson: Húsið var okkar áttundi og níundi maður „Við unnum þetta á fullt af hlutum. Meðal annars varnarleiknum sem var frábær. Allt liðið er frábært og við erum með besta varnarmann deildarinnar, Sindra Haraldsson, það er unaður að horfa á hann,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, eftir að hans menn tryggðu sig inn í úrslitaeinvígið. „Mér fannst við oft á tíðum ná glimrandi sóknum þar sem við fengum frábær færi. Húsið var frábært í kvöld og er klárlega okkar áttundi og níundi maður.“ „Við mætum frábæru liði Hauka í úrslitum og það er hlutverk mitt og Gunnars að virkja menn og fá þá til þess að fókusera á verkefnið,“ sagði Arnar sem var gríðarlega sáttur með niðurstöðuna og sagði að hans menn væru ekki saddir fyrir lokasprettinn. Olís-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira
ÍBV er komið í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla gegn Haukum eftir öruggan sigur á Val í Eyjum í dag. Leikurinn var skemmtun frá fyrstu mínútu til þeirrar seinustu en Hvítu riddararnir, eins og stuðningsmenn ÍBV kalla sig, halda áfram að toppa sig í hverjum leik og eru svo sannarlega áttundi maðurinn fyrir Eyjamenn. Mörkin létu bíða eftir sér í dag því að markaskor liðanna var frekar lágt í upphafi leiks. Valsmenn komust í tvígang tveimur mörkum yfir en þeir spiluðu ógnvænlegan sóknarleik, fyrri helminn fyrri hálfleiks. Eftir það sýndi Agnar Smári Jónsson sitt rétta andlit og skaut uppeldisfélag sitt í kaf en Agnar Smári er á láni frá Valsmönnum. Kolbeinn Aron Arnarson, markvörður Eyjamanna, átti frábæran leik en hann varði hvert skotið á fætur öðru í marki heimamanna. Þegar Valsmenn komust í 5-6 skiptu Eyjamenn um gír og skoruðu fimm mörk í röð, á þeim kafla varði Kolbeinn vítakast frá Finni Inga Stefánssyni sem hafði verið frábær í fyrri viðureignum liðanna. Allt virtist ætla að ganga upp hjá heimamönnum undir lok fyrri hálfleiks en nokkuð vel tókst til að smala fólki á leikinn og mættu hátt í 1.000 manns. ÍBV leiddi leikinn með fimm mörkum í leikhléi eftir að hornamenn liðsins, þeir Theodór Sigurbjörnsson og Grétar Þór Eyþórsson röðuðu inn mörkunum. Heimamenn héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik en þá komust þeir átta mörkum yfir stuttu eftir að flautað var til síðari hálfleiks. Ólafur Stefánsson og Ragnar Óskarsson virtust vera ráðalausir á hliðarlínunni en þjálfarar heimamanna höfðu svör við öllum sóknar- og varnaraðgerðum þeirra. Valsmenn eygðu von þegar að um tíu mínútur voru eftir en þá tókst þeim að skora þrjú mörk í röð og minnka muninn niður í þrjú mörk. Eyjamenn nýttu sínar sóknir vel og voru alls ekki að flýta sér en þeim tókst samt að raða inn mörkunum með markahæsta mann leiksins, Theodór Sigurbjörnsson fremstan í flokki. Eftir því sem sóknirnar lengdust leið tíminn og Eyjamenn sigldu heim nokkuð þægilegum fimm marka sigri sem þeir fögnuðu vel og innilega með stuðningsmönnum sínum að leik loknum. Lokatölur voru 28-23 og fara Eyjamenn því í úrslitaeinvígið gegn Haukum.Ólafur Stefánsson: Lélegar sóknarákvarðanir „Fyrst og fremst náum við ekki að leysa vörnina þeirra, þeir fá prik fyrir það eins og ég hef oft sagt. Það var ekki fyrr en við tókum vestið á þetta sem það fór aðeins að rúlla en við erum fyrst og fremst að tapa á lélegum sóknarákvörðunum,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsara, eftir leik sinna manna gegn Eyjamönnum í dag. „Við erum alveg með þá í vörninni en við bara skorum ekki. Þeir eru að skora úr einhverjum hraðaupphlaupum og komast í sjö marka forskot, eftir það settum við vestið inn á en vörnin var allan tímann solid og við gáfumst aldrei upp.“ „Við þökkum ÍBV fyrir góðan „fight“ við hefðum getað gert okkur þetta aðeins auðveldara og klárað þetta í seinasta leik,“ bætti Ólafur við en hann vill meina að leikmenn hans séu orðnir betri leikmenn en þegar hann tók við liðinu og bað sína menn að afsaka allar þær villur sem hann hafði gert á árinu.Arnar Pétursson: Húsið var okkar áttundi og níundi maður „Við unnum þetta á fullt af hlutum. Meðal annars varnarleiknum sem var frábær. Allt liðið er frábært og við erum með besta varnarmann deildarinnar, Sindra Haraldsson, það er unaður að horfa á hann,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, eftir að hans menn tryggðu sig inn í úrslitaeinvígið. „Mér fannst við oft á tíðum ná glimrandi sóknum þar sem við fengum frábær færi. Húsið var frábært í kvöld og er klárlega okkar áttundi og níundi maður.“ „Við mætum frábæru liði Hauka í úrslitum og það er hlutverk mitt og Gunnars að virkja menn og fá þá til þess að fókusera á verkefnið,“ sagði Arnar sem var gríðarlega sáttur með niðurstöðuna og sagði að hans menn væru ekki saddir fyrir lokasprettinn.
Olís-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira