Sjálfhreinsandi bílalakk Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2014 09:15 Nissan er nú að prófa sérstaka lakkáferð á bíla sem hefur þá eiginleika að hrinda frá sér óhreinindum. Þessi lakkáferð byggir á nano-tækni en efnið er vatnsfráhrindandi og hrindir einnig frá sér efnum sem innihalda fitu. Efninu er sprautað yfir fullmálaða bíla í þunnu lagi og breytir ekki lit þeirra. Hreint magnað er að sjá hvernig öll óhreinindi drjúpa strax af bílnum og ekkert loðir við þá. Þetta nýja efni er ennþá í prófunum hjá Nissan og engin reynsla komin á það hvort efnið endist lengi eða hvernig það stendur sig við mismunandi aðstæður. Því er ekki svo komið að Nissan muni bjóða nýja bíla sína með þessu yfirborðsefni alveg á næstunni, en ef prófanir reynast jákvæðar yrði fátt því til fyrirstöðu. Ekki er heldur ólíklegt að boðið verði uppá húðun eldri bíla með efninu. Sjá má virkni þessa nýja efnis í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent
Nissan er nú að prófa sérstaka lakkáferð á bíla sem hefur þá eiginleika að hrinda frá sér óhreinindum. Þessi lakkáferð byggir á nano-tækni en efnið er vatnsfráhrindandi og hrindir einnig frá sér efnum sem innihalda fitu. Efninu er sprautað yfir fullmálaða bíla í þunnu lagi og breytir ekki lit þeirra. Hreint magnað er að sjá hvernig öll óhreinindi drjúpa strax af bílnum og ekkert loðir við þá. Þetta nýja efni er ennþá í prófunum hjá Nissan og engin reynsla komin á það hvort efnið endist lengi eða hvernig það stendur sig við mismunandi aðstæður. Því er ekki svo komið að Nissan muni bjóða nýja bíla sína með þessu yfirborðsefni alveg á næstunni, en ef prófanir reynast jákvæðar yrði fátt því til fyrirstöðu. Ekki er heldur ólíklegt að boðið verði uppá húðun eldri bíla með efninu. Sjá má virkni þessa nýja efnis í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent