Sláandi kínversk eftirlíking Ford Raptor Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2014 10:04 Kínverskir bílaframleiðendur hafa ekki beinlínis verið feimnir við að framleiða eftirlíkingar þekktra evrópskra eða bandarískra bíla og við lítinn fögnuð þeirra. Hér er eitt dæmi þess, en þessi sláandi eftirlíking Ford F-150 pallbílsins er framleiddur af kínverska bílaframleiðandanum Kawei. Kawei er ekki beint að hylja líkindin, en hann er svo líkur einni gerð Ford F-150, þ.e. Ford Raptor bílnum, að eingöngu fáein smáatriði skilja þá að. Þessi bíll er þó á talsvert lægra verði en Ford Raptor og kostar aðeins 16.000 dollara, eða 1,8 milljón króna. Vélarnar sem bjóðast í þessum bíl eiga þó fátt sameiginlegt við öfluga vélina í Ford Raptor því þær eru 141 hestafla bensínvél eða 106 hestafla dísilvél, svo víst er að hann er enginn orkubolti. Kawei seldi aðeins 10.000 svona bíla á síðasta ári, suma þeirra í Afríku og miðausturlöndum. Kawei ætlar að framleiða tvöfalt magn af bílnum á þessu ári. Innanrými Kawei K-1 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent
Kínverskir bílaframleiðendur hafa ekki beinlínis verið feimnir við að framleiða eftirlíkingar þekktra evrópskra eða bandarískra bíla og við lítinn fögnuð þeirra. Hér er eitt dæmi þess, en þessi sláandi eftirlíking Ford F-150 pallbílsins er framleiddur af kínverska bílaframleiðandanum Kawei. Kawei er ekki beint að hylja líkindin, en hann er svo líkur einni gerð Ford F-150, þ.e. Ford Raptor bílnum, að eingöngu fáein smáatriði skilja þá að. Þessi bíll er þó á talsvert lægra verði en Ford Raptor og kostar aðeins 16.000 dollara, eða 1,8 milljón króna. Vélarnar sem bjóðast í þessum bíl eiga þó fátt sameiginlegt við öfluga vélina í Ford Raptor því þær eru 141 hestafla bensínvél eða 106 hestafla dísilvél, svo víst er að hann er enginn orkubolti. Kawei seldi aðeins 10.000 svona bíla á síðasta ári, suma þeirra í Afríku og miðausturlöndum. Kawei ætlar að framleiða tvöfalt magn af bílnum á þessu ári. Innanrými Kawei K-1
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent