Fótbolti

Börsungar fengu góða hjálp

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lionel Messi fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
Lionel Messi fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/Getty
Lið Barcelona lenti í kröppum dansi gegn Villareal á útivelli í kvöld, en hafði að lokum 3-2 sigur.

Cani kom Villareal yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks og Manu Trigueros bætti svo við marki eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik.

Heimamenn sáu svo um að jafna leikinn fyrir Börsunga, en Gabriel Paulista og Mateo Musacchio skoruðu báðir sjálfsmörk með tólf mínútna millibili.

Það var síðan argentínski snillingurinn Lionel Messi sem tryggði Börsungum sigur með marki sjö mínútum fyrir leikslok.

Barcelona hefur 84 stig í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er fjórum stigum á eftir toppliði Atletico Madrid, en liðin mætast í lokaumferð deildarinnar. Real Madrid er í 3. sæti, tveimur stigum á undan Barcelona, en liðið á einn leik inni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×